- Auglýsing -

Línur eru teknar að skýrast

Kari Brattset Dale að skora fyrir Györ í leiknum við Odense í Meistaradeildinni í dag. Mynd/EPA

Ellefta umferð Meistaradeildar kvenna í handknattleik fór fram um helgina. Línur eru farnar að skýrast um hvaða lið komast í útsláttarkeppnina. Þrír leikir voru á dagskrá í gær þar sem að CSM tók á móti Dortmund í leik sem heimakonur fóru með sigur af hólmi 33-29. Þrír leikmenn rúmenska liðsins sáu að mestu um að skora mörkin, Cristina Neagu, Elizabeth Omoregie og Siraba Dembele. Þær skoruðu samtal 24 mörk af 33.


Í Rússlandi áttust við Rostov og Buducnost þar sem að rússneska liðið vann öruggan sigur 30-20. Rostov hefur tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni en vonir leikmanna Buducnost er roknar út í veður og vind. Í B-riðli áttust svo við Vipers og Kastamonu þar sem að ríkjandi meistarar í Vipers sýndu mátt sinn og megin og unnu með 11 marka mun, 35:24.


Fjórir leikir voru svo á dagskrá í dag. Brest fór í heimsókn til Podravka og vann, 39-28. Staða króatíska liðsins í A-riðli er orðin slæm. Liðið þarf að vinna síðustu fjóra leiki sína til þess að eiga möguleik á sæti í útsláttakeppninni.


Esbjerg tók á móti FTC í mikilvægum leik þar sem að danska liðið fór með sigur af hólmi 33-27. Henny Reistad fór á kostum og skoraði 13 mörk fyrir Esbjerg. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Esbjerg sem er komið með þriggja stiga forskot á FTC í lykilstöðu varðandi sæti í 8-liða úrslitum.


Sävehof var engin fyrirstaða fyrir CSKA í viðureign liðanna í B-riðli, 32-23. Það var svo boðið uppá naglbít í Ungverjalandi þegar að Györ tók á móti Odense. Lokakaflinn var dramatískur. Linn Blohm skoraði 27. mark Györ þegar að 22 sekúndur voru eftir af leiknum. Þær dönsku brunuðu af stað í sókn og reyndu hvað þær gátu til að jafna metin. Laura Glauser, markvörður Györ, varði lokaskotið frá Mie Hojlund og tryggði eins marks sigur, 27-26.


A-riðill:

CSM 33-29 Dortmund (16-14)

 • Góður 6-0 kafli CSM á upphafsmínútum var lykillinn að sigri heimakvenna í þessum leik.
 • Þýska liðið mætti aðeins með 12 útileikmenn til leiks að þessu sinni sökum meiðsla.
 • Cristina Neagu var markahæst í liði CSM með 11 mörk.
 • Cristina Neagu hefur skorað 881 mark á ferli sínum í Meistaradeildinni og er nú í þriðja sæti yfir markahæstu leikmenn í sögu keppninnar á eftir Anitu Görbicz og Jovanku Radicevic.
 • Þetta var sjötti sigurleikur CSM á leiktíðinni og þarf liðið aðeins eitt stig í viðbót úr næstu þremur leikjum til að tryggja sér sæti í útsláttakeppninni.

Rostov-Don 30-20 Buducnost (12-9)

 • Það tók gestina sjö og hálfa mínútu að skora fyrsta markið í leiknum. Á meðan hafði heimaliðið skorað fjögur mörk.
 • Viktoriya Borschenko skoraði 2.500. mark Rostov í Meistaradeildinni. Er rússneska liðið eitt af fjórtán liðum sem hafa ná þeim sögulega áfanga.
 • Þetta er þriðji leikurinn á leiktíðinni sem rússneska liðið fær 20 mörk eða færri á sig í Meistaradeildinni.
 • Svartfellska liðið hefur nú aðeins unnið einn leik af 11 og því er ljóst að það á ekki lengur möguleika á að komast í útsláttarkeppnina þar sem það er sjö stigum á eftir Dortmund. Aðeins þrjár umferðir eru eftir.

  Podravka 28-39 Brest (16-17)
 • Brest hefur unnið fjóra af síðustu fimm leikjum og er í fjórða sæti með 12 stig og hefur tryggt sér sæti í útsláttarkeppninni.
 • Helene Gigstad Fauske var markahæst í liði Brest með 11 mörk. Þar af skoraði hún átta í fyrri hálfleik.
 • Dejana Milosavljevic var sem fyrr markahæst hjá Podravka með sjö mörk.
 • Þetta var aðeins annar sigurleikur franska liðsins á útivelli á leiktíðinni.

Esbjerg 33-27 FTC (14-13)

 • Rikke Poulsen markvörður Esbjerg átti góðan leik í fyrri hálfleik. Hún varði 11 skot eða um 46% markvörslu.
 • Ungverska liðið náði góðum spretti undir miðjan fyrri hálfleik og náði 6-1 kafla og jafnaði metin, 13-13.
 • Það var útlit fyrir að FTC stæli sigrinum þegar liðið komst yfir, 21-20. Þá tók Henny Reistad til sinna ráða. Hún var allt í öllu á kafla þegar Esbjerg skoraði fimm mörk án þess að ungverska liðið gæti svarað fyrir sig.
 • Danska liðið er enn taplaust á heimavelli og hefur unnið alla fimm heimaleiki sína.
 • Esbjerg hefur unnið átta leiki í röð í Meistaradeildinni og bætir félagsmetið með hverjum sigrinum.

B-riðill:

Kastamonu 24-35 Vipers (12-18)

 • Vipers náði snemma 4-0 forystu og það tók heimaliðið átta mínútur að skora fyrsta markið.
 • Kastamonu reyndi að bæta sóknarleik sinn með því að spila 7 á móti 6. Það hjálpaði lítið upp á sakirnar. Vipers var með sex marka forskot í hálfleik.
 • Heimakonur gerði sitt besta til að snúa taflinu við í seinni hálfleik en allt kom fyrir ekki. Gestirnir héldu öruggri forystu. Þegar tíu mínútur voru til leiksloka var munurinn 10 mörk, 30:20.
 • Þetta var sjötti sigurleikur Vipers í röð.
 • Kastamonu hefur tapað 10 leikjum í röð og er enn án stiga.

Sävehof 23-32 CSKA (10-14)

 • Sofie Börjesson markvörður Sävehof átti skínandi leik í fyrri hálfleik þegar hún varði 11 skot.
 • Heimakonur náðu að minnka muninn niður í þrjú mörk, 20-17, undir miðjan seinni hálfleik. Þá tók Florentin Pera þjálfari CSKA leikhlé. Eftir það náði rússneska liðið 5-0 kafla og jók forystuna upp í átta mörk.
 • Ana Gros var markahæst hjá CSKA með átta mörk. Hjá Savehof var Jamina Roberts markahæst með sex mörk.
 • CSKA er komið í fjórða sæti riðilsins með 12 stig en Savehof er hins vegar í því sjöunda með fjögur stig.

Györ 27-26 Odense (12-13)

 • Heimakonur komust snemma í 6-3 forystu en danska liðið vann sig hægt og bítandi inní leikinn og náði að komast í eins marks forystu undir lok fyrri hálfleiks, 13-12.
 • Það var ekki fyrr en á 46. mínútu sem að Györ náði að komast aftur í forystu þegar að Estelle Nze Minko skoraði, 21-20.
 • Þetta er í fyrsta skipti sem að ungveska liðið nær ekki að skora 30 mörk eða meira í leik á keppnistímabilinu.
 • Þetta var annar tapleikur Odense á útivelli á leiktíðinni. Liðið er í fimmta sæti riðilsins með 11 stig.
 • Mie Hojlund leikmaður Odense var markahæsti í leiknum með níu mörk.
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -