Molakaffi: Aðalsteinn, Orri, Bjarki, Ýmir, Heiðmar, Daníel, Ólafur, Janus

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Kadetten Schaffhausen. Mynd/EPA
  • Aðalsteinn Eyjólfsson og lærisveinar hans í Kadetten Schaffhausen unnu GC Amicitia Zürich með fimm marka mun, 34:29, í fyrstu viðureign liðanna í undanúrslitum um svissneska meistaratitilinn í handknattleik í gær. Leikið var í Shaffhausen. Orri Freyr Gíslason, sem gekk tímabundið til liðs við Kadetten á dögunum, var ekki í leikmannahópi liðsins að þessu sinni.
  • Bjarki Már Elísson var að vanda markahæstur hjá Lemgo þegar liðið vann Rhein-Neckar Löwen, 24:23, á heimavelli í þýsku 1. deildinni í handknattleik í gærkvöld. Ýmir Örn Gíslason var að vanda í leikmannahópi Rhein-Neckar Löwen en kom mest við sögu í varnarleiknum.
  • Heiðmar Felixson aðstoðarþjálfari Hannover-Burgdorf fagnaði sigri með leikmönnum sínum er þeir tóku á móti Balingen, 31:27. Daníel Þór Ingason skoraði ekki mark fyrir Balingen í leiknum en var tvisvar vísað af leikvelli enda fastur fyrir að vanda.
  • Annar Íslendingur sem er í hópi aðstoðarþjálfara í þýsku 1. deildinni, Ólafur Stefánsson, sá sína menn í Erlangen vinna kærkominn sigur á Wetzlar, 30:26, á heimavelli Wetzlar.
  • Janus Daði Smárason var markahæstur hjá Göppingen þegar liðið tapaði með fjögurra marka mun á heimavelli fyrir HSV Hamburg, 28:24. Janus Daði skoraði fimm mörk.

    Staðan í þýsku 1. deildinni í handknattleik karla:
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -