Donni er í hópi þeirra bestu í Frakklandi

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, leikmaður PAUC í Frakklandi. Mynd/PAUC

Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, Donni, er einn þriggja sem tilnefndur er í kjöri á bestu hægri skyttu frönsku 1. deildarinnar í handknattleik á tímabilinu 2021/2022. Donni, sem leikur með Pays d’Aix Université Club Handbal eða PAUC, er að ljúka sína öðru keppnistímabili með liðinu.


Segir útnefningin til kjörsins nokkuð um styrk og það nafn sem Donni hefur skapað sér á undanförnum tveimur tímabilum í Frakklandi þar sem margir fremstu handknattleiksmenn Evrópu leika í Frakklandi um þessar mundir.


Donni er tilefndur ásamt Sergiy Onufriyenko leikmanni Chartres og Alexandre Tritta hjá Chambéry.


Kjörið fer fram á netinu og er hægt að taka þátt í því á þessari slóð.


Donni er næst markahæsti leikmaður PAUC á tímabilinu með 126 mörk. Donni hefur átt vaxandi velgengni að fagna eftir því sem á tímabiliðhefur liðið og hann nálgast fyrri styrk eftir veikindi í fyrravor sem settu mark sitt á piltinn.


PAUC situr í þriðja sæti frönsku 1. deildarinnar um þessar mundir með 40 stig eftir 26 leiki, liðið er stigi á eftir Nantes. PSG hefur fyrir nokkru tryggt sér meistaratitilinn enn eitt árið. Fjórar umferðir eru eftir af keppni í deildinni.

a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -