- Auglýsing -
- Auglýsing -

Molakaffi: Ekki með gegn Cangas, sú yngsta fór á kostum, dómur fallinn, línumaður fer heim

Aron Pálmarsson flytur frá Barcelona í sumar. Mynd/FC Barcelona
- Auglýsing -
  • Aron Pálmarsson var ekki í liði Barcelona sem vann Cangas á útivelli í gær í spænsku 1. deildinni í handknattleik, 39:24. Eins og fyrri daginn voru yfirburðir Barcelona-liðsins miklir en það skoraði 20 mörk gegn 13 í fyrri hálfleik. Aleix Gomez var markahæstur hjá Katalóníuliðinu með sjö mörk en þeir Alex Pascual, Blaz Janc og Jure Dolenec skoruðu fimm mörk hver.  
  • Barcelona er efst í deildinni með 30 stig eftir 15 leiki. Bidasoa Irun er næst með 24 stig og Ademar León og La Rioja koma þar á eftir með 22 stig hvort. 
  • Henny Reistad fór á kostum þegar norska landsliðið vann stórsigur á landsliði Króatíu í milliriðlakeppni EM í handknattleik kvenna í gærkvöld. Hún skoraði sjö mörk í átta skotum. Reistad er yngsti leikmaður norska landsliðsins í keppninni að þessu sinni, 21 árs. Hún sagði eftir leikinn að mest um vert væri að norska liðið væri öruggt um sæti í undanúrslitum. Árangur hennar í leiknum væri aukaatriði í stóra samhenginu. 
  • Ljóst er að Neistin og VÍF frá Vestmanna verða að leika á ný og fyrri leikur liðanna í Höllinni á Hálsi verður strikaður út en þeirri viðureign lauk með jafntefli, 35:35. Mistök voru gerð á ritaraborði í leiknum og var marki ofaukið á Neistan. Talsverð reikistefna hefur verið vegna þessarar uppákomu. Í gær féll dómur hjá Handknattleikssambandi Færeyja þess efnis að úrsliti leiksins verði strikuð út og leikurinn leikinn á ný. 
  • Eftir sex ár í herbúðum Magdeburg þá heldur línumaðurinn Zeljko Musa heim á leið næsta sumar og gengur til liðs við Zagreb.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -