Elliði Snær Viðarsson leikmaður Gummersbach í Þýskalandi. Mynd Nastasja Kleinjung / VfL Gummersbach

Elliði Snær Viðarsson átti afar góðan leik með Gummersbach í dag þegar liðið vann Lübeck-Schwartau á heimavelli, 31:29, í þýsku 2. deildinni í handknattleik. Elliði Snær skoraði sex mörk í sjö tilraunum auk þess sem hann lét til sín taka að vanda í vörninni.

Gummersbach-liðið, sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar, var með fjögurra marka forskot í hálfleik, 18:14. Leikmönnum Lübeck-Schwartau tókst að minnka muninn í eitt mark snemma í síðari hálfleik áður en Gummersbach bætti í forskot sitt og var með tveggja til fjögurra marka forskot allt til loka leiksins.

Gummersbach er sem fyrr í öðru sæti deildarinnar, liðið hefur nú 29 stig að loknum 17 leikjum og er tveimur stigum á undan HSV Hamburg sem situr í efsta sæti. Nettelstedt-Lübbecke er í þriðja sæti fjórum stigum á eftir lærisveinum Guðjóns Vals.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

Annar þjálfari Þórs er hættur

Þorvaldur Sigurðsson er hættur þjálfun karlaliðs Þórs á Akureyri en liðið leikur í Olísdeildinni. Frá þessu er greint á heimasíðu Þórs. Halldór...

Molakaffi: Sigur hjá Daníel Frey, Porto tekur númer 1 úr umferð, naumt tap

Daníel Freyr Andrésson varði 8 skot og var með 33 % markvörslu þann tíma sem hann stóð í marki Guif í gærkvöld...

Harðarmenn gáfu Kríunni ekkert eftir

Leikmönnum Harðar á Ísafirði vex fiskur um hrygg með hverjum leiknum sem þeir leika í Grill 66-deild karla í handknattleik. Þeir hafa...
- Auglýsing -