- Auglýsing -
- Auglýsing -

65 ár frá fyrsta leik kvennalandsliðsins

Fyrst kvennalandslið Íslands í handknattleik árið 1956. Efri röð f.v. Stefán Gunnarsson, þjálfari, Helga Emilsdóttir Þróttir, Elín Guðmunsdóttir, Þrótti, Sigríður Lúthersdóttir, Ármanni, Gerða Jónsdóttir, KR, Guðlaug Kristinsdóttir, FH, Elín Helgadóttir, KR, Ingibjörg Hauksdóttir, Fram, Árni Árnason formaður HKRR. Neðri röð f.v. Sigríður Kjartansdóttir, Ármanni, María Guðmundsdóttir, KR, Geirlaug Karlsdóttir, KR, Rut Guðmundsdóttir Ármanni, Svana Jörgensen, Ármanni, Sóley Tómasdóttir, Val. Hannes Þ. Sigurðsson er efst í hægra horni. Mynd/Skjáskot úr Morgunblaðinu.
- Auglýsing -

Í gær voru 65 ár frá því að kvennalandslið Íslands í handknattleik lék sinn fyrsta leik er það mætti norska landsliðinu í vináttulandsleik í Ósló. Um varð að ræða vináttuleik fyrir Norðurlandamótið sem hófst í Turku í Finnlandi sex dögum síðar. Norðmenn unnu leikinn, 10:7, sem fram fór utandyra á flughálum velli af bleytu, eins og sagði í Morgunblaðinu daginn eftir. Norðmenn voru þremur mörkum yfir í hálfleik, 6:3.


Norðurlandamótið í Turku fór einnig fram utandyra og á stærri velli en leikið er á í dag.


Íslenska landsliðið lék fjóra leiki á Norðurlandamótinu sem hófst 25. júní og stóð yfir til mánaðarmóta.


Úrslit leikjanna:
Ísland – Danmörki 2:11.
Ísland – Noregur 3:9.
Ísland – Svíþjóð 3:13.
Ísland – Finnland 6:5.


Átta árum síðar fór Norðurlandamótið fram í Reykjavík og þá varð íslenska landsliðið Norðurlandameistari.

Hannes Þ. Sigurðsson sem var fulltrúi Íþróttasambands Íslans í ferðinni og var í farastjórn hópsins skrifað tvær ítarlegar greinar í Morgunblaðið eftir að íslenski hópinn kom heim. Birtust þær 14. og 21. júlí. Í síðari greininni skrifaði Hannes m.a.:


„Heildaráhrif þessarar fyrstu utanfarar íslenskra handknattleikskvenna eru slík að segja má að þátttakendum hafi opnast nýr heimur. Stúlkurnar okkar 13, sem skipuðu landsliðið, eru allar ungar, meðaladur innan 20 ár. Frammistaðan á leikvellinum, sem utan var slík, að þær unnu hylli allra, hvar sem komið var. Þær taka með sér ómetanlega reynslu í íþrótta sinni. Þær sáu hver langt er hægt að ná í listum íþróttarinnar og fengu fyrirmyndir sem ekki gleymast og á þessari reynslu eru þær staðráðnar að byggja þjálfun sína til framtíðar. Við erum á réttri leið og þessi ferð hleypir nýju og blómlera lífi í handknattleikinn. Það mun koma í ljóst þegar á næsta vetri.“


Þess má geta að fyrsti landsliðshópurinn hefur alla tíð haldið vel saman og hist 19. júní ár hvert nánast á hverju áru frá 1956 og gerir enn eftir því sem næst verður komist.

Efri röð f.v. Stefán Gunnarsson, þjálfari, Helga Emilsdóttir Þróttir, Elín Guðmunsdóttir, Þrótti, Sigríður Lúthersdóttir, Ármanni, Gerða Jónsdóttir, KR, Guðlaug Kristinsdóttir, FH, Elín Helgadóttir, KR, Ingibjörg Hauksdóttir, Fram, Árni Árnason formaður HKRR.
Neðri röð f.v. Sigríður Kjartansdóttir, Ármanni, María Guðmundsdóttir, KR, Geirlaug Karlsdóttir, KR, Rut Guðmundsdóttir Ármanni, Svana Jörgensen, Ármanni, Sóley Tómasdóttir, Val.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -