Guðjón Valur með Gummersbach á toppnum

Stemining í klefanum hjá lærisveinum Guðjóns Vals í Gummersbach eftir sigurinn í kvöld. Mynd/instagram

Gummersbach, liðið sem Guðjón Valur Sigurðsson þjálfar og Eyjamaðurinn Elliði Snær Viðarsson leikur með, komst í kvöld í efsta sæti þýsku 2. deildarinnar með 14 marka sigri á Dessauer, 34:20, á útivelli.


Gummersbach er þar með komið með 47 stig eftir 30 leiki og er stigi á undan HSV Hamburg sem á leik á til góða og N-Lübbecke. Tvö efstu liðin fara upp úr deildinni í vor og ljóst að áfram verður hart barist um sætin tvö af liðunum þremur. Önnur lið deildarinnar eru úr þeim í kapphlaupinu.

Elliði Snær skoraði þrjú mörk í jafnmörgum skotum. Einnig var hann fastur fyrir í vörninni og var einu sinni vísað af leikvelliþ Lukas Blohme átti stórleik fyrir Gummersbach. Hann skoraði 10 mörk og geigaði ekki á skoti.

Standings provided by SofaScore LiveScore
a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -