- Auglýsing -
- Auglýsing -

Á sigurbraut með sömu úrslitum

Aron Dagur Pálsson leikmaður sænska úrvalsdeildarliðins Alingsås. Mynd /Alingsås
- Auglýsing -

Íslenskir handknattleiksmenn halda áfram á sigurbraut í sænsku úrvalsdeildinni í handknattleik. Tveir þeirra voru í sigurliðum í dag og unnu samkvæmt sömu uppskrift. Aron Dagur Pálsson skoraði eitt mark þegar Alingsås vann Önnereds á útivelli, 28:24. Daníel Freyr Andrésson átti stórleik þegar hans lið, Guif frá Eskilstuna, lagði Aranäs, 28:24, og það einnig á útivelli.

Daníel Freyr stóð nær allan leikinn í marki Guif og varði 13 skot, 43,3% hlutfallsmarkvarsla. Hann skoraði auk þess eitt mark.

Guif var með tögl og hagldir í leiknum var upphafi til enda og var m.a. fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:10.

Guif er í fjórða sæti sænsku úrvalsdeildarinnar með sex stig þegar fimm leikir eru að baki.

Aron Dagur og félagar í Alingsås unnu í dag sinn fjórða leik röð. Þeir fluttust upp í þriðja sæti. Alingsås er með átta stig eftir fimm viðureignir. Íslendingaliðið IFK Kristianstad er efst með átta stig en hefur aðeins lokið fjórum leikjum.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -