- Auglýsing -
- Auglýsing -

Á ýmsu gekk hjá Íslendingum – Evrópudeildin: úrslit og staðan

Bjarki Már Elísson landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Lemgo. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson var markahæstur leikmanna Lemgo með níu mörk þegar liðið tapaði með fimm marka mun fyrir Benfica í viðureign liðanna í Evrópudeildinni í handknattleik, C-riðli, í Lissabon í kvöld. Eftir jafna stöðu í hálfleik, 15:15, brást vörn og markvarsla Lemgo-liðsins í þeim síðari.


Aðalsteinn Eyjólfsson fagnaði góðum sigri á heimavelli með lærisveinum sínum í Kadetten Schaffhausen á Sporting frá Lissabon, 26:24, í D-riðli keppninnar. Kadetten er þar með komið upp í þriðja sæti D-riðilsins eftir erfiða byrjun í keppninni í vetur.


SC Magdebug með Gísla Þorgeir Kristjánsson og Ómar Inga Magnússon í stórum hlutverkum vann slóvenska liðið Gorenje Velenje með tíu marka mun á heimavelli, 34:24. Magdeburg, sem á titil að verja í keppninni, er taplaust eftir sjö leiki með 13 stig. Gísli og Ómar skoruðu þrjú mörk hvor í kvöld.


Kristján Örn Kristjánsson, Donni, og samherjar í franska liðinu PAUC eru enn án sigurs í C-riðli. Þeir töpuðu sjötta leiknum í keppninni í kvöld í heimsókn sinni til Nexe í Króatíu, 33:29. Donni skoraði tvö mörk.

A-riðill:
Toulouse – Füchse Berlin 28:27.
Wisla Plock – Pfadi Winterthur 35:27.
Bidasoa – Tatrav Presov 33:24.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

B-riðill:
GOG – Medvedi 27:26.
Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður GOG, fékk því miður fá tækifæri til þess að sýna hvað í honum býr.
Nantes – Riihimäen Cocks 36:25.
Benfica – Lemgo 35:30.
Bjarki Már Elísson var markahæstur leikmanna Lemgo með 9 mörk.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

C-riðill:
Nexe – PAUC 33:29.
Kristján Örn Kristjánsson, Donni, skoraði tvö mörk fyrir PAUC.
Magdeburg – Gorenje Velenje 34:24.
Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon skoruðu þrjú mörk hvor fyrir Magdeburg.
La Rioja – Sävehof 29:30.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore


D-riðill:
Tatabánya – AEK Aþena 25:24.
Nimes – Eurofarm Pelister 25:23.
Kadetten Schaffhausen – Sporting 26:24.
Aðalsteinn Eyjólfsson er þjálfari Kadetten.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

Eftir leikina í kvöld er eftirtalin 11 lið örugg um sæti í 16-liða úrslitum keppninnar:
Wisla Plock, Füchse Berlin, Toulouse, GOG, Benfica, Nantes, Lemgo, Magdeburg, Sävehof, Nexe og Nimes.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -