Aðalsteinn bikarmeistari í Sviss

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Kadetten, glaðbeittur eftir sigur í bikarkeppninni í Sviss fyrir ári. Mynd/aðstend

Aðalsteinn Eyjólfsson vann í kvöld sinn fyrsta bikar í Sviss þegar hann stýrði liði sínu Kadetten Schaffhausen til sigurs í úrslitaleik bikarkeppninnar. Kadetten vann þá HC Kriens með eins marks mun í æsilega spennandi úrslitaleik, 22:21. Kadetten var marki yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:11.
Bar­tók Do­nát tók af skarið og skoraði sigurmark Kadetten á síðustu mínútu leiksins.

Aðalsteinn fyrir miðju ásamt Dragan Jercovic og Aljosa Uduvic sem eru honum til halds og trausts í þjálfarateymi Kadetten. Mynd /aðsend


Aðalsteinn tók við þjálfun Kadetten í sumar sem leið en liðið er sigursælasta handknattleikslið Sviss á síðustu árum.


Kadetten vann Bern í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum um svissneska meistaratitilinn í vikunni.

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Kadetten með bikarinn eða styttuna sem fylgir sigri í bikarkeppninni í Sviss. Mynd/aðsend
a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -