- Auglýsing -
- Auglýsing -

Adam átti stórleik – Stjarnan var alltaf skrefi á undan

Tandri Már Konráðsson fyrirliði Stjörnunnar. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

Þórsarar voru skrefinu á eftir í kvöld þegar þeir tóku á móti Stjörnumönnum í Íþróttahöllinni á Akureyri. Aldrei lék vafi á hvort liði færi með sigur úr býtum að þessu sinni. Stjarnan tók bæði stigin með sér suður, lokatölur voru 27:20.

Sigurður Kristófer Skjaldarson sækir að Ólafi Bjarka Ragnarssyni og Arnari Mána Rúnarssyni, Stjörnumönnum. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net


Stjarnan var fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 12:8. Hinn ungi markvörður Stjörnunnar, Adam Thorstensen, kunni vel við sig á fjölum Íþróttahallarinnar á Akureyri og gerði Þórsurum lífið leitt. Hann varði 13 skot og var með 52% hlutfallsmarkvörslu þegar upp var staðið. Þar af varði hann tvö vítaköst.

Adam Thorstensen, markvörður. Mynd/Stjarnan


Stjörnumenn mættir fullir sjálfstrausts í leikinn fyrir norðan eftir öruggan sigur á Val á mánudagskvöldið. Eftir að hafa verið með fjögurra marka forskot í hálfleik þá léku þeir sér að Þórsurum eins köttur að mús í síðari hálfleik. Stjarnan var með átta marka forskot þegar síðari hálfleikur var hálfnaður. Skömmu síðari var munurinn tíu mörk og hélst þannig þar til örfáar mínútur voru eftir að aðeins dró saman með liðunum en þó lítið.

Ólafur Bjarki Ragnarsson, Stjörnumaður, hefur snúið á Þórsarar og er albúinn að skora. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net


Mörk Þórs: Ihor Kopyshynskyi 7/3, Gísli Jörgen Gíslason 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 3, Arnþór Gylfi Finnsson 3, Sigurður Kristófer Skjaldarson 2, Kaolis Stropus 2.
Varin skot: Jovan Kukobat 14, 38.9% – Arnar Þór Fylkisson 3, 37,5%.
Mörk Stjörnunnar: Ólafur Bjarki Ragnarsson 5, Tandri Már Konráðsson 5, Leó Snær Pétursson 4, Björgvin Þór Hólmgeirsson 4, Starri Friðriksson 2, Arnar Máni Rúnarsson 2, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Sverrir Eyjólfsson 1, Hrannar Bragi Eyjólfsson 1, Pétur Árni Hauksson 1.
Varin skot: Adam Thorstensen 13, 52%.

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, þakkar Ingvari Guðjónssyni og Sigurjóni Þórðarsyni dómurum fyrir leikinn. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net

Öll tölfræði leiksins á HBStatz.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -