- Auglýsing -
- Auglýsing -

Æfingar komnar á fullt hjá kvennalandsliðinu – myndir

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, leggur á ráðin fyrir æfingu kvennalandsliðsins í Víkinni. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Kvennalandsliðið í handknattleik kom saman til æfinga í gær og verður saman fram á sunnudag. Um er að ræða þá leikmenn sem leika með íslenskum félagsliðum en vegna sóttvarnareglna var ekki mögulegt að kalla á leikmenn sem leika með félagsliðum utan landssteinanna. Ein æfing var í gær, tvær í dag og á morgun og á laugardag auk einnar á sunnudaginn.

Þetta eru fyrstu skipulögðu æfingar kvennalandsliðsins undir stjórn Arnars Péturssonar, landsliðsþjálfara, frá síðasta sumri. Til stóð að setja upp æfingabúðir í október en þær voru felldar niður eftir að hert var á samkomutakmörkunum í október.

Framundan er stórt verkefni hjá kvennalandsliðinu en dagana 19. – 21. mars stendur fyrir dyrum forkeppni heimsmeistaramótsins. Íslenska landsliðið verður í riðli með landsliðum Norður-Makedóníu, Litháen og Grikklands. Leikið verður í Norður-Makedóníu og fara tvær af fjórum þjóðum áfram á næsta stig undankeppninnar sem fram fer í vor. Til stóð að þessi forkeppnin sem framundan er í mars færi fram í byrjun desember en var seinkað.

Nítján leikmenn voru kallaðir til æfinga að þessu sinni. Nafnalistinn er fyrir neðan myndirnar.

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari, ræðir við leikmenn sína fyrir æfinguna í Víkinni í morgun. Mynd/HSÍ

Mynd/HSÍ
Þórey Anna Ásgerisdóttir og Lovísa Thompson. Mynd/HSÍ
Mynd/HSÍ
Mynd/HSÍ
Mynd/HSÍ

Markverðir:
Eva Dís Sigurðardóttir, Aftureldingu (0/0)
Sara Sif Helgadóttir, Fram (0/0)
Saga Sif Gísladóttir, Val (0/0)

Aðrir leikmenn:
Ásdís Guðmundsóttir, KA/Þór (2/0)
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (58/118)
Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni (36/28)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (0/0)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (37/77)
Karen Knútsdóttir, Fram (102/369)
Lovísa Thompson, Val (19/28)
Mariam Eradze, Val (1/0)
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (26/27)
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (94/191)
Steinunn Björnsdóttir, Fram (35/27)
Sunna Jónsdóttir, ÍBV (56/42)
Thea Imani Sturludóttir, Val (40/54)
Tinna Sól Björgvinsdóttir, HK (0/0)
Unnur Ómarsdóttir, Fram (29/28)
Þórey Anna Ásgeirsdóttir, Val (28/14)

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -