- Auglýsing -
- Auglýsing -

„Ætlum okkur í úrslitaleikinn“

Rut Arnfjörð Jónsdóttirr, KA/Þór. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

„Það verður bara gaman að fara í úrslitaleik á laugardaginn. Þar mætast tvö utanbæjarlið sem hafa á bak við sig stóran hóp stuðningsmanna eins og sýndi sig í kvöld og í fyrsta leiknum í KA-heimilinu á síðasta sunnudag. Ég bý mig undir hörkuleik og mikla stemningu,“ sagði Rut Arnfjörð Jónsdóttir, leikmaður KA/Þórs í samtali við handbolta.is í Vestmannaeyjum í gærkvöld eftir að KA/Þór tryggði sér oddaleik í undanúrslitum gegn ÍBV með þriggja marka sigri, 24:21, í öðrum leik liðanna.

„Vissulega hefur verið gaman hjá okkur í deildarkeppninni en það er allt annað og skemmtilegra að leika fyrir framan fullt af áhorfendum, góðri stemningu sem færir okkur leikmönnum auka orku. Til viðbótar er alltaf gaman að taka þátt í úrslitaleikjum við slíkar aðstæður.


Við ætlum okkur í úrslitaleikinn. Ég er viss um að við sýndum það í leiknum hér í Eyjum að við erum vel stemmdar og tilbúnar að fara í hörkuleik með það fyrir augum að vinna. Við unnum deildina og viljum þar af leiðandi fara í úrslitaleikinn um Íslandsmeistaratitilinn,“ sagði Rut ennfremur. Hún varar hinsvegar við bjartsýni. ÍBV hafi á að skipa hörkuliði sem gefi aldrei þumlung eftir.


„Við þurfum að hafa fyrir öllum sigrum, burt séð frá stöðunni í deildinni eftir veturinn,“ sagði Rut Arnfjörð Jónsdóttir, leikmaður KA/Þórs og landsliðskona í samtali við handbolta.is í Vestmannaeyjum í gærkvöld.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -