- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ævintýralegt mark Silva kom Portúgal á ÓL – myndskeið

Rui Silva verður hjá Porto næstu árin. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Rui Silva var hetjan í kvöld þegar hann tryggði Portúgal sæti í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í fyrsta sinn í sögunni. Hann stal boltanum af frönsku sóknarmönnunum og skoraði sigurmark Portúgal, 29:28, gegn Frökkum þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Króatar sitja eftir með sárt ennið en þeir unnu Portúgal í gær og Túnis í dag. Hinsvegar enduðu Frakkar, Portúgalar og Króatar jafnir að stigum og þegar leikirnir í riðlinum síðustu þrjá daga voru gerði upp stóðu Frakkar og Portúgalar best að vígi.


Sigurmark Silva og fögnuð Portúgala má sjá hér fyrir neðan.

Norðmenn og Brasilíumenn tryggðu sér einnig farseðil á Ólympíuleikana svo og Þjóðverjar, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar og Svíar. Slóvenar komust ekki. Þeir töpuðu fyrir Svíum, 32:25.


Brasilíumenn unnu Chilebúa, 26:24, í fyrsta riðli undankeppninnar eftir að hafa verið 17:11 undir í hálfleik. Leonardo Tercariol, markvörður Brasilíu, lokaði marki sínu meira og minna allan síðari hálfleik og sá til þess að Brasilíumenn geta farið að bóka farseðil til Tókíó í sumar.

Landslið eftirtalinna þjóða taka þátt í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í sumar í karlaflokki:

Japan, Danmörk, Argentína, Barein, Spánn, Egyptaland, Brasilía, Noregur, Frakkland, Portúgal, Þýskaland og Svíþjóð.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -