- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afganska kvennalandsliðið er skráð til leiks í fyrsta sinn

Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

Kvennalandslið Afganistans er í fyrsta sinn skráð til leiks í Asíukeppni kvenna í handknattleik sem fram fer í Amman í Jórdaníu frá 15. til 25. september. Keppnin er um leið úrtökumót fyrir heimsmeistaramótið sem haldið verður á Spáni í desember.


Talsverð eftirvænting ríkir hvort afganska landsliðið mætir til leiks eftir að Talibanar tóku völdin í landinu á dögunum. Nokkuð er síðan að skráningarfrestur inn á mótið rann út og dregið var í riðla 11. ágúst.


Alls eru landslið frá 12 ríkjum skráð til leiks á mótinu sem kemur í stað þess móts sem stóð til að halda í Suður Kóreu í desember á síðasta ári en féll þá niður vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Vegna baráttu Suður Kóreumanna við veiruna var ákveðið að færa mótið og varð Jórdanía fyrir valinu.


Asíukeppni kvenna í handknattleik fór síðast fram í Jórdaníu árið 1987 en þetta verður í þriðja sinn sem Jórdanar verða gestgjafar. Jórdanskar konur hafa ekki tekið þátt frá því að landið var síðast gestgjafi. Kúveit, Katar og Singapúr senda lið til leiks í annað sinn.


Suður Kórea og Japan hafa verið með sterkustu kvennalandslið Asíu um árabil og má nefna sem dæmi að Suður Kórea hefur unnið meistaratitilinn í fjórtán skipti af þeim 17 sem keppnin hefur verið haldin. Á síðasta Asíumóti vann Suður Kóreu landslið Japans í úrslitaleik, 27:24.


Alls á Asía sex farseðla á HM á Spáni og því fer helmingur þátttökuliðanna í Asíukeppninni að þessu sinni heim frá mótinu með keppnisrétt á HM í desember í farteskinu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -