- Auglýsing -
- Auglýsing -

Afmælisleikur – vinningshafar

- Auglýsing -

Úrslit liggja fyrir í afmælisleik sem handbolti.is efndi til vegna eins árs afmælis á dögunum. Lesendur áttu að giska á hversu margar fréttir voru skrifaðar á handbolta.is fyrsta starfsárið. Hárrétt svar er 4.154 fréttir. Enginn þátttakandi hitti á rétta tölu en nokkrir voru nærri.

Sá sem næst komst hárréttu svari er Jón Gunnlaugur Viggósson. Hann skaut á 4.150 og hreppir fyrsta vinning sem er 25.000 kr. gjafabréf til úttektar hjá JAKOSPORT.

Jafnir í öðru sæti eru Elvar Atli Hallsson og Torfi Kristbergsson. Þeir giskuðu á 4.162. Elvar og Torfi fá hvor sína landsliðspeysuna áritaða af leikmönnum karlalandsliðsins. Þar sem aðeins ein árituð peysa merkt Alexander Petersson er til, en hún var í önnur verðlaun, ræður hlutkesti hvor þeirra hreppir umrædda peysu. Hinn fær áritaða peysu annars landsliðsmanns.

Darri Egilsson varð í þriðja sæti. Darri giskaði á töluna 4.163. Hann fær gjafabréf frá HSÍ og handbolta.is til úttektar á keppnisbúningi landsliðsins í barna eða unglingastærð.

Haft hefur verið samband við alla vinningshafa.

Handbolti.is óskar verðlaunahöfum til hamingju og þakkar öllum sem tóku þátt í leiknum. Jafnframt er JAKOSPORT og HSÍ þökkuð samvinna í þessum leik og fyrir ómetanlegan stuðning á undangengnu ári eins og öllum öðrum sem stutt hafa við bakið á síðunni með kaupum á auglýsingum, fjárstuðningi og hvatningu.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -