- Auglýsing -

Áfram eru Gísli og Ómar á sigurbraut

Ómar Ingi Magnússon leikmaður Magdeburg og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Ómar Ingi Magnússon fór á kostum í sautjánda sigurleik SC Magdeburg í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Liðið lagði GWD Minden, 28:19, á heimavelli. Ómar Ingi skoraði átta mörk, fimm af þeim úr vítakasti. Einnig átti hann tvær stoðsendingar.


Gísli Þorgeir Kristjánsson lék einnig vel fyrir Magdeburgarliðið. Hann skoraði tvö mörk og átti tvær stoðsendingar.


SC Magdeburg hefur sex stiga forskot á Kiel sem er í öðru sæti deildarinnar um þessar mundir.


Arnór Þór Gunnarsson var með fullkomna nýtingu, fjögur mörk í fjórum skotum, og átti auk þess eina stoðsendingu í góðum sigri Bergischer á Göppingen, 33:27, í Klingenhalle í Solingen. Janus Daði Smárason náði sér ekki á strik í leiknum og skorað til að mynda ekki mark og átti heldur ekki stoðsendingu. Hann leikur með Göppingen.


Róðurinn þyngist fremur en hitt hjá Daníel Þór Ingasyni og félögum í Balingen-Weilstetten. Þeir töpuðu á heimavelli fyrir Leipzig, 29:25. Balingen er áfram í næst neðsta sæti deildarinnar og þurfa leikmenn að herða upp hugann og komast sér upp úr bráðustu fallhættunni. Daníel Þór skoraði ekki mark í kvöld en gerði sitt besta í vörninni og var m.a. einu sinni vísað af leikvelli í tvær mínútur.


Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -