- Auglýsing -
- Auglýsing -

Áfram styrkja Ólafur og félagar stöðu sína

Nikolaj Læsö leikmaður Aalborg, fyrir miðri mynd, fagnar í leiknum við Pick Szeged í kvöld. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Ólafur Andrés Guðmundsson skorði tvö mörk í kvöld þegar lið hans Montpellier hélt áfram sigurgöngu sinni í Meistaradeild Evrópu í handknattleik. Monpellier vann króatísku meistarana PPD Zagreb, 24:23, á heimavelli og hafa þar með þriggja stiga forskot á toppi A-riðils.


Fjarvera Arons Pálmarssonar kom ekki að sök þegar Aalborg mætti Pick Szeged og vann á heimavelli, 34:30, fyrir fullri keppnishöll í Álaborg. Aron er frá keppni um þessar mundir eftir að hafa fengið höfuðhögg í kappleik fyrir hálfri annarri viku. Sigurinn í kvöld færði Aalborg upp í annað sæti A-riðils með 12 stig eins og Pick Szeged. Kiel er með 11 stig en á inni leik annað kvöld á móti Vardar.

Orri Freyr Þorkelsson skoraði ekki mark þegar lið hans Elverum tapaði naumlega á heimavelli fyrir Meshkov Brest frá Hvíta-Rússlandi, 33:32 í A-riðli.


Teitur Örn Einarsson skoraði eitt mark fyrir Flensburg er liðið steinlá fyrir Motor Zaporozhye, 31:22, í Zaporozhye í Úkraínu. Liðin eru í B-riðli. Roland Eradze er aðstoðarþjálfar Motor en Savukynas Gintaras, sem gerði garðinn frægan hér á landi sem leikmaður í kringum aldarmót er aðalþjálfari liðsins.


Staðan í A- og B-riðlum Meistaradeildar:

Standings provided by SofaScore LiveScore
Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -