Aftur í liði umferðarinnar

Viggó Kristjánsson skoraði átta mörk í dag. Mynd/Stuttgart

Viggó Kristjánsson er í liði 18. umferðar í þýsku 1. deildinni í handknattleik sem tilkynnt var í gær. Þetta er að minnsta kosti í annað sinn á leiktíðinni sem Viggó er valinn í lið umferðarinnar á leiktíðinni auk þess sem hann var kjörinn leikmaður nóvembermánaðar í almennri kosningi á heimasíðu deildarkeppninnar.

Viggó lék afar vel gegn Melsungen á sunnudaginn og skoraði m.a. níu mörk í 14 skotum og nýtti tvö af þremur vítaköstum sínum. Einnig átti Viggó tvær stoðsendingar í leiknum.

Viggó er um þessar mundir markahæstur í þýsku 1. deildinni með 123 mörk í 18 leikjum. Hann hefur skorað 14 mörkum meira en Marcell Schiller, Göppingen og 16 mörkum fleiri en Bjarki Már Elísson sem er í þriðja sæti með 107 mörk. Schiller og Bjarki Már hafa lokið 16 leikjum.

Lið umferðinnar 18. umferðar í þýsku 1. deildinni.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -