- Auglýsing -

Afturelding í deild þeirra bestu á nýjan leik

Afturelding fagnaði sæti í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð með sigri á Fjölni-Fylki á síðasta sunnudag. Mynd/Raggi Óla

Afturelding endurheimti sæti sitt í Olísdeild kvenna í handknattleik í dag eftir eins árs veru í Grill 66-deildinni. Afturelding lagði Fjölni-Fylkir, 23:21, í Fylkishöllinni í næst síðustu umferð deildarkeppninnar. Afturelding er í þriðja sæti deildarinnar en fyrir ofan eru ungmennalið Fram og Vals sem geta ekki flust upp á milli deilda. Liðin fyrir neðan eiga ekki lengur möguleika á að komast upp fyrir Aftureldingu en Grótta stendur best að vígi af þeim liðum.


Afturelding var í Olísdeildinni leiktíðina 2019 til 2020 en féll í Grill 66-deildina fyrir ári. Stefnan var tekin rakleitt upp aftur á þessu keppnistímabili og það hefur nú tekist undir stjórn Guðmundar Helga Pálssonar þjálfara.


Aftureldingarliðið var yfir í viðureigninni við Fjölni-Fylki í dag frá upphafi til enda. Munurinn var fjögur mörk í hálfleik, 12:8, og varð mestur sex mörk í síðari hálfleik. Með góðu áhlaupi tókst leikmönnum Fjölnis-Fylkis að minnka muninn í eitt mark. Nær komust þeir ekki og Aftureldingarliðið fagnaði góðum sigri og sæti í Olísdeild kvenna á næstu leiktíð.


Mörk Fjölnis-Fylkis: Kolbrún Anna Garðarsdóttir 8, Anna Karen Jónsdóttir 7, Ada Kozicka 3, Azra Cosic 2, María Ósk Jónsdóttir 1.
Mörk Aftureldingar: Katrín Helga Davíðsdóttir 11, Ragnhildur Hjartardóttir 4, Telma Rut Frímannsdóttir 3, Brynja Rögn Ragnarsdóttir 1, Drífa Garðarsdóttir 1, Anamarija Gugic 1, Susan Ines Gamboa 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -