- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ágúst Þór og Árni Stefán hafa valið Serbíufarana

U18 ára landsliðið sem lék tvo vináttuleiki við Dani í Danmörku í október. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Ágúst Þór Jóhannsson og Árni Stefán Guðjónsson, þjálfarar U18 ára landsliðs kvenna hafa valið 16 leikmenn sem taka þátt í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Serbíu 22. – 27. nóvember nk. Auk þess voru sex leikmenn valdir til að vera til taks ef eitthvað kemur upp á hjá þeim sem eru í 16 manna hópnum.


U17 ára landsliðið hafnaði í öðru sæti í B-deild Evrópumótsins í Litáen í sumar og vann þar með U18 ára landsliðinu inn sæti í undankeppninni í næsta mánuði. Mikið verður í húfi í Serbíu vegna þess að sigurliðið tryggir landi sínu farseðilinn í A-keppni EM U19 og U17 ára landsliða árið 2023.


Andstæðingar íslenska liðsins verða landslið Austurríkis, Slóvakíu, Slóveníu og Serbíu. Leikið verður í SC Vozdovac íþróttahöllinni í Belgrad.


U18 ára landsliðið


Markverðir:
Ingunn María Brynjarsdóttir, Fram.
Ísabella Schöbel Björnsdóttir, ÍR.

Aðrir leikmenn:
Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, HK.
Amelía Einarsdóttir, ÍBV.
Aníta Eik Jónsdóttir, HK.
Brynja Katrín Benediktsdóttir, HK.
Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum.
Elísa Elíasdóttir, ÍBV.
Embla Steindórsdóttir, HK.
Inga Dís Jóhannsdóttir, HK.
Katrín Anna Ásmundsdóttir, Gróttu.
Lilja Ágústsdóttir, Val.
Sara Dröfn Ríkharðsdóttir, ÍBV.
Thelma Melsted Björgvinsdóttir, Haukum.
Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi.
Þóra Björg Stefánsdóttir, ÍBV.

Til vara:
Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Selfossi.
Elísa Helga Sigurðardóttir, HK.
Hildur Sigurðardóttir, Valur.
Leandra Náttsól Salvamoser, HK.
Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukum.
Sigurdís Sjöfn Freysdóttir, Fjölni/Fylki.


Leikjadagskrá íslenska liðsins:
mánudaginn 22. nóvember: Slóvenía – Ísland.
þriðjudaginn 23. nóvember: Ísland – Slóvakía.
fimmtudaginn 25. nóvember: Serbía – Ísland.
föstudaginn 26. nóvember: Ísland – Austurríki.


Starfslið:
Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari.
Árni Stefán Guðjónsson, þjálfari.
Jóhann Ingi Guðmundsson, markvarðarþjálfari.
Silja Theodórsdóttir, sjúkraþjálfari.
Guðríður Guðjónsdóttir, fararstjóri

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -