- Auglýsing -
- Auglýsing -

Ágústi Elí og félögum var snúið við á miðri leið

Ágúst Elí Björgvinsson markvörður danska úrvalsdeildarliðsins KIF Kolding og íslenska landsliðsins. Mynd/Mummi Lú
- Auglýsing -

Rúta með landsliðsmarkverðinum Ágústi Elí Björgvinssyni og samherjum hans í danska úrvalsdeildarliðinu KIF Kolding var í dag snúið við á miðri leið þegar þeir voru á leiðinni í útileik við Nordsjælland sem átti að vera síðasti leikur liðanna á árinu.

Ágúst Elí sagði við handbolta.is að niðurstaða úr PCR prófum hafi borist til forráðamanna Kolding eftir að lagt var af stað til Sjálands. Komið hafi í ljós að nokkrir í hópnum hafi greinst jákvæðir, þ.e. smitaðir af covid. Þetta er þvert á niðurstöðu hraðprófa sem allir í hópnum höfðu gengist undir rétt áður en lagt var af stað. Í hraðprófum hafi allir reynst neikvæðir. PCR prófin eru mun áreiðanlegri.


Þar með hefur fimm leikjum af sjö sem áttu að fara fram í dönsku úrvalsdeildinni í karlaflokki í kvöld verið frestað vegna covid.

Veiran hefur sett strik í reikninginn í dönsku úrvalsdeildinni upp á síðkastið. Aðeins einn leikur af sjö fór fram 22. desember og fimm dögum síðar tókst aðeins að flauta til leiks í einum af sjö leikjum. Nú fara fram tveir leikir af sjö. Ljóst er að frestaðir leikir auka enn á álagið á leikmenn þegar keppni hefst aftur í febrúar að loknu Evrópumóti landsliða.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -