- Auglýsing -
- Auglýsing -

Alexander og félagar fara rakleitt í átta liða úrslit

Ekkert verður af því að Maik Machulla og leikmenn hans í mæti Zagreb i 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Handknattleikssamband Evrópu hefur afskrifað leiki þýska liðsins Flensburg og Zagreb frá Króatíu í 16-liða úrslitum Meistaradeildar karla í handknattleik. Fyrri viðureign liðanna sem fram átti að fara í síðustu viku var frestað fram í þessa viku. Til stóð að báðir leikir liðanna í keppninni færu fram á miðvikudag og fimmtudag. Frá því hefur verið horfið og fer Flensburg, með Alexander Petersson innanborðs, rakleitt í átta liða úrslit.


Slæmt ástand er í herbúðum Zagreb vegna kórónuveirunnar sem stakk sér þar niður á dögunum. Vonir stóðu til að ástandið skánaði í þessari viku. Nú liggur fyrir að því miður hefur frekar hallað á verri veginn en hitt. Þar með verður ekki hægt að koma leikjunum við í þessari viku.


Zagreb lýkur þar með keppni í Meistaradeildinni á leiktíðinni án þess að hafa svo mikið sem krækt í eitt jafntefli. Liðið tapaði öllum leikjum sínum í riðlakeppninni, fjórtán að tölu, undir stjórn þriggja þjálfara.

Leikmenn Flensburg anda vafalaust léttar við þessi tíðindi þar sem þeir sáu fram á að eiga fjóra leiki á átta dögum áður en viðureignirnar við Zagreb voru slegnar af í hádeginu í dag.

Flensburg mætir annað hvort Aalborg Håndbold eða Porto í átta liða úrslitum. Það skýrist annað kvöld hvort liðið fer áfram eftir síðari leikinn í Álaborg. Porto vann fyrri viðureignina með þriggja marka mun í síðustu viku, 32:29.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -