- Auglýsing -
- Auglýsing -

Allir neikvæðir fyrir fyrstu æfingu í Kaíró – myndir

Frá æfingu fyrstu æfingu íslenska landsliðsins í New Capital sports hall í Kaíró í dag. Mynd/HSÍ
- Auglýsing -

Íslenska landsliðið í handknattleik karla fór um miðjan dag á sína fyrstu æfingu eftir komuna til Kaíró í gærkvöld. Æfingin fór fram í keppnishöllinni, New Capital sport hall sem ekki er langt frá hótelinu sem íslenska landsliðið dvelur á. Íslenska landsliðið mætir portúgalska landsliðinu á fimmtudagskvöldið. Ekkert smit greindist við skimun hjá íslenska hópnum við komuna til Egyptalands í gærkvöld.


Allir leikmenn íslenska landsliðsins tóku þátt í æfingunni í dag en alls eru 20 leikmenn í íslenska landsliðshópnum hér ytra. Auk þeirra eru þrír þjálfarar, tveir sjúkraþjálfarar, læknir, liðsstjóri, fararstjóri og þúsundþjalasmiður með í för landsliðsmönnum til halds og trausts.

Hver einasti úr hópnum fékk neikvæða niðurstöður í dag úr kórónuveiruprófi sem gert var við komuna til Kaíró í gærkvöldi. Áfram verður skimað en gert er ráð fyrir að allir þátttakendur mótsins gangist undir skimun á 72 stunda fresti mótið á enda.

Íslenska landsliðið æfir á ný í keppnishöllinni á morgun og verður það síðasta æfing fyrir upphafsleik þess á fimmtudaginn.

Eftirtaldir leikmenn skipa íslenska landsliðið á HM 2021:

Ágúst Elí Björgvinsson, KIF Kolding 33/0
Björgvin Páll Gústavsson, Haukum 231/13
Viktor Gísli Hallgrímsson, GOG 19/1
Bjarki Már Elísson, Lemgo 79/180
Oddur Gretarsson, Balingen-Weilstetten 20/31
Ólafur Andrés Guðmundsson, IFK Kristianstad 125/232
Magnús Óli Magnússon, Val 6/6
Elvar Örn Jónsson, Skjern 37/103
Gísli Þorgeir Kristjánsson, SC Magdeburg 26/33
Janus Daði Smárason, Göppingen 48/69
Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen 182/719
Kristján Örn Kristjánsson, PAUC-Aix, 8/14
Ómar Ingi Magnússon, SC Magdeburg 49/133
Viggó Kristjánsson, Stuttgart 13/26
Arnór Þór Gunnarsson, Bergischer HCC 116/338
Sigvaldi Björn Guðjónsson, Vive Kielce 30/55
Arnar Freyr Arnarsson, MT Melsungen 54/69
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach 7/7
Kári Kristján Kristjánsson, ÍBV 146/178
Ýmir Örn Gíslason, Rhein-Neckar Löwen 44/20

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -