„Alveg magnað að ná jafntefli“

Óðinn Þór Ríkharðsson í leik með TTH á leiktíðinni. Mynd/TTH Holstebro

„Við vorum tveimur mönnum færri síðustu tvær mínútur leiksins og þar af leiðandi alveg magnað að ná jafntefli,“ sagði Óðinn Þór Ríkharðsson leikmaður Holstebro í Danmörku eftir að Holstebro og Bjerringbro/Silkeborg skildu með skiptan hlut, 27:27, í fyrri eða fyrsta undanúrslitaleik liðanna um danska meistaratitilinn í handknattleik í dag. Leikið var í Holstebro. Þrátt fyrir að vera tveimur mönnum færri tókst Kay Smits að jafna metin fyrir Holstebro þegar um hálf mínúta var eftir af leiktímanum. Þar við sat.

Óðinn Þór skoraði þrjú mörk í leiknum úr fjórum tilraunum auk þess að eiga eina stoðsendingu.


Næsti leikur liðanna verður í Silkeborg á fimmtudaginn og komi til þriðju viðureignar verður flautað til hennar í Holstebro á sunnudaginn. Svo að það komi til oddaleiks verður næsta leik liðanna einnig að ljúka með jafntefli.


Talsverðar sveiflur voru í leiknum í Holstebro. Heimamenn voru sterkari framan og náðu um skeið þriggja marka forskoti áður en leikmenn Bjerringbro/Silkeborg komust yfir voru með fjögurra marka forskot í hálfleik, 14:10. Bjerringbro/Silkeborg var mest fimm mörkum yfir, 19:14, þegar 10 mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Mikill hasar var á síðustu mínútunum og fór m.a. rautt spjald á loft.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -