- Auglýsing -
- Auglýsing -

Án erfiðleika á Akureyri

Dagur Arnarsson t.h. lék vel fyrir ÍBV gegn Fram í kvöld. Mynd/Skapti Hallgrímsson, akureyri.net
- Auglýsing -

Bikarmeistarar ÍBV unnu öruggan sigur á Þór Akureyri í næst síðasta leik 4. umferðar Olísdeildar karla í handknattleik í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag, 34:27. ÍBV var með sex marka forskot í hálfleik, 16:10.

ÍBV er þar með komið með sex stig eins og Haukar og Valur í öðru til fjórða sæti deildarinnar. Afturelding er efst með sjö stig. Þór er i níunda sæti með tvö stig en liðið getur fallið neðar en nú klukkan 17 eigast við Fram og ÍR sem er fyrir neðan í stöðutöflunni.

Eyjamenn voru með yfirhöndina frá upphafi til enda leiksins í dag á Akureyri.

Ihor Kopyshynskyi skoraði níu mörk fyrir Þór og var markahæsti maður liðsins. Karolis Stropus skoraði fimm mörk, Þórður Tandri Ágústsson fjögur, Valþór Atli Guðrúnarson þrjú, nýi leikmaðurinn í herbúðum félagsins, Viorel Bosca  skoraði tvö mörk eins og Sigurður Kristófer Skjaldarson. Garðar Már Jónsson og Arnþór Gylfi Finnsson skoruðu sitt markið hvor.

Jovan Kukobat varði 10 skot í marki Þórs, 27,8%.

Dagur Arnarsson átti stórleik fyrir ÍBV og skoraði 11 mörk. Hákon Daði Styrmisson var með sjö mörk og Kári Kristján Kristjánsson fimm. Friðrik Hólm Jónsson og Sigtryggur Daði Rúnarsson skoruðu fjórum sinnum hvor. Ívar Logi Styrmisson var með tvö mörk og Akureyringurinn í liði ÍBV, Róbert Sigurðarson skoraði einu sinni á sínum gamla heimavelli.

Petar Jokanovic varði 7 skot, 30,4% og Björn Viðar Björnsson varði 5 skot, 31,4%.

Rúmeninn Viorel Bosca t.h., nýr leikmaður Þórs, sækir að Kára Kristjáni Kristjánssyni, Eyjamanni. Bosca skoraði tvö mörk í frumraun sinni með Þórsliðinu. Mynd/Skapti Hallgrímsson
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -