Anna Katrín er ákveðin í að taka fram skóna

Anna Katrín Stefánsdóttir í leik með Gróttu síðla vetrar. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Anna Katrín Stefánsdóttir hefur skrifað undir nýjan samning við Gróttu. Hún dró fram skóna þegar langt var liðið á síðasta keppnistímabil eftir sex ára hlé og lék átta leiki með Gróttu og skoraði 15 mörk. Ástæðan fyrir langri fjarveru Önnu Katrínar frá handboltavellinum voru afleiðingar höfuðáverka sem hún varð fyrir og átti við að etja árum saman.


Anna Katrín skaust ung upp á stjörnuhimininn hjá Gróttu og var m.a. í liði félagsins sem varð tvöfaldur Íslandsmeistari, 2015 og 2016. Einnig lék hún með yngri landsliðum Íslands. Anna Katrin var valin íþróttamaður æskunnar hjá Gróttu árið 2016.„Það eru frábær tíðindi að Anna Katrín taki slaginn áfram með Gróttu enda uppalin hjá félaginu og óðum að komast í sitt gamla góða form,“ segir í tilkynningu frá handknattleiksdeild Gróttu í dag.

Mikill hugur er í leikmönnum og þjálfara kvennaliðs Gróttu. Liðið hefur sótt liðsstyrk síðustu daga og endurnýjað samninga við aðra. Ljóst er að Gunnar Gunnarsson þjálfari ætlar sér að vera í toppbaráttu Grill66-deildarinnar á næsta keppnistímabili.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -