Annar markvörður fer frá Fjölni til FH

Sigurdís Sjöfn Freysdóttir t.h. ásamt Ásgeiri Jónssyni formanni handknattleiksdeildar FH. Mynd/FH

FH hefur klófest annan markvörð frá Fjölni á fáeinum dögum. Í morgun greindi FH frá því að samið hafi verið Sigurdísi Sjöfn Freysdóttur markvörð frá FH. Hún verður 18 ára síðar á árinu og hefur verið í æfingahópum U18 ára landsliðs Íslands.


Sigurdís Sjöfn á að einhverju leyti að fylla í skarð sem Hrafnhildur Anna Þorleifsdóttir skilur eftir sig en hún kvaddi FH nýverið og ákvað að ganga til liðs við bikarmeistara Vals.


„Sigurdís Sjöfn er mjög efnileg og metnaðarfull og ánægjulegt að hún hafi valið FH sem sitt næsta skref á ferlinum. Hjá FH mun Sigurdís Sjöfn fá alla þá þjálfun og aðstöðu sem til þarf til að bæta sig enn frekar sem markmaður,” segir Ásgeir Jónsson formaður handknattleiksdeildar FH í tilkynningu frá deildinni.


Rétt fyrir síðustu helgi skrifaði Axel Hreinn Hilmisson markvörður Fjölnis undir samning við FH til næstu tveggja ára.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -