Annar sigur Gróttu í röð

Tinna Valgerður Gísladóttir var markahæsti hjá Gróttu. Mynd/Eyjólfur Garðarsson

Grótta vann annan leik sinn í röð í Grill 66-deild kvenna í kvöld þegar liðið lagði ungmennalið HK, 26:23, í Hertzhöllinni á Seltjarnarnesi. Grótta var marki yfir í hálfleik, 14:13.


Gróttuliðið er sem fyrr í fjórða sæti og komin með 16 stig þegar liðið hefur lagt 14 leiki að baki. Ungmennalið HK situr í sjötta sæti með sín 12 stig.


Mörk Gróttu: Tinna Valgerður Gíslason 10, Katrín Anna Ásmundsdóttir 3, Helga Guðrún Sigurðardóttir 3, Ágústa Huld Gunnarsdóttir 3, Katrín Helga Sigurbergsdóttir 3, Rut Bernódusdóttir 2, Anna Lára Davíðsdóttir 2.
Mörk HK U.: Sara Katrín Gunnarsdóttir 12, Embla Steindórsdóttir 4, Heiðrún Berg Sverrisdóttir 2, Lovísa Líf Helenudóttir 2, Aníta Eik Jónsdóttir 1, Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín 1, Telma Medos 1.

Staðan í Grill 66-deild kvenna.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -