- Auglýsing -
- Auglýsing -

Annar stórsigur HK í röð

Elías Már Halldórsson kveður nú HK sem Olísdeildarlið. Mynd/Fjölnir, Þorgils G.
- Auglýsing -

HK lyftist upp í annað sæti Grill 66-deildar karla í handknattleik í kvöld með öðrum stórsigri sínum í röð. Að þessu sinni skellti HK ungmennaliði Hauka með 11 marka mun, 27:16, í Schenkerhöllinni á Ásvöllum. HK hefur þar með 10 stig að loknum sjö leikjum í öðru sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir Víkingi sem vann Kríu örugglega í kvöld, 27:18.


HK var með yfirhöndina frá upphafi til enda í Schenkerhöllinni í kvöld. Hauka-liðið er vængbrotið eftir að markahæsti leikmaður þess og næst markahæsti leikmaður deildarinnar, Guðmundur Bragi Ástþórsson, var lánaður til Aftureldingar um mánaðarmótin.

HK-menn nýttu sér yfirburði sína og léku af fullum krafti allt til enda. Tíu leikmenn liðsins komust á blað yfir þá sem skoruðu mörk að þessu sinni.

Mörk Hauka U.: Jakob Aronsson 3, Andri Sigmarsson Scheving 2, Þórarinn Þórarinsson 2, Ari Sverrir Magnússon 2, Jón Karl Einarsson 2, Arnar Ingi Guðmundsson 1, Össur Haraldsson 1, Jón Brynjar Kjartansson 1, Steinn Kári Pétursson 1, Egill Eiríksson 1.

Mörk HK: Einar Pétur Pétursson 7, Kári Tómas Hauksson 5, Sigurvin Jarl Ármannsson 4, Hjörtur Ingi Halldórsson 3, Sigurður Jefferson Guarino 3, Ágúst Ingi Óskarsson 1, Kristófer Andri Daðason 1, Davíð Elí Heimisson 1, Kristján Pétur Barðason 1, Kristján Óli Hjálmsson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -