Anton og Jónas eru á hraðferð til Bratislava

Dómararnir Jónas Elíasson og Anton Gylfi Pálsson dæma ekki fleiri leiki á EM. Mynd/Aðsend

Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson slá ekki slöku við frekar en fyrri daginn. Þessa stundina eru þeir á leið frá Kosice til Bratislava í Slóvakíu en fyrir dyrum stendur að þeir dæmi leiki í borginni annað hvort í kvöld eða á morgun.

Tveir leikir eru á dagskrá E-riðils í Ondrej Nepela Arena í Bratislava í kvöld. Tékkar og Bosníumanna mætast klukkan 17 og Evrópumeistarar Spánar og Svíar eigast við klukkan 19.30.

Einnig verður leikið í D-riðli EM í Bratislava á morgun, m.a. viðureign Þjóðverja og Austurríkismanna.

Jónas og Anton Gylfi dæmdu viðureign Rússa og Litáa í fyrradag í F-riðli. Leikir þess riðils fara fram í Kosice. Þóttu þeir standa sig með prýði í leiknum sem Rússar unnu, 29:27.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -