Arnar hefur valið Slóveníufarana

Íslenska landsliðið leikur í Ljubljana á laugardaginn í umspili fyrir HM. Mynd/EPA

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari í handknattleik kvenna, hefur valið þá 16 leikmenn sem hann fer með út til Slóveníu í fyrramálið til þess að mæta landsliði Slóvena í fyrri viðureigninni í umspili um sæti á heimsmeistaramótinu í handknattleik. Leikurinn verður í Ljubljana á laugardaginn og hefst klukkan 15.30. Síðari viðureignin verður í Schenkerhöllinni á Ásvöllum að kvöldi síðasta vetrardags.

Arnar valdi 21 leikmann til æfinga. Af þeim fara ekki fimm með út. Þær sem verða eftir heima en verða klárar í slaginn í síðari leikinn ef þörf verður á: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, Katrín Ósk Magnúsdóttir, Sunna Jónsdóttir og Tinna Sól Björgvinsdóttir.

Leikmennirnir sem taka þátt í leiknum í Ljubljana á laugardaginn eru:

Markverðir:
Elín Jóna Þorsteinsdóttir, Vendsyssel (28/0)
Saga Sif Gísladóttir, Val (2/0)
Aðrir leikmenn:
Andrea Jacobsen, Kristianstad (22/19)
Ásdís Guðmundsdóttir, KA/Þór (5/9)
Birna Berg Haraldsdóttir, ÍBV (61/125)
Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (22/19)
Eva Björk Davíðsdóttir, Stjörnunni (39/32)
Harpa Valey Gylfadóttir, ÍBV (3/4)
Helena Rut Örvarsdóttir, Stjörnunni (40/79)
Karen Knútsdóttir, Fram (102/369)
Lovísa Thompson, Val (22/41)
Mariam Eradze, Val (1/0)
Ragnheiður Júlíusdóttir, Fram (29/36)
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, KA/Þór (97/205)
Sigríður Hauksdóttir, HK (19/43)
Thea Imani Sturludóttir, Val (43/55)

Andrea, Díana Dögg, Karen og Mariam voru ekki í landsliðinu sem tók þátt í forkeppni HM fyrir um mánuði í Skopje í Norður-Makedóníu.

Starfsfólk:
Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari
Ágúst Þór Jóhannsson, aðstoðarlandsliðsþjálfari
Hlynur Morthens, markmannsþjálfari
Þorbjörg Jóhanna Gunnarsdóttir, liðsstjóri
Ágústa Sigurjónsdóttir, sjúkraþjálfari
Særún Jónsdóttir, sjúkraþjálfari
Tinna Jökulsdóttir, sjúkraþjálfari
Jóhann Róbertsson, læknir

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -