Árni Bragi skoraði 14 mörk í Austurbergi

Árni Bragi Eyjólfsson skoraði 11 mörk hjá FH. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson.

Tvö neðstu lið Olísdeildar karla, Þór og ÍR, töpuðu sínum viðureignum í dag en bæði léku þau á heimavelli. ÍR, sem er þegar fallið tapaði með tíu marka mun fyrir KA, 32:22, eftir að hafa verið fimm mörkum undir að loknum fyrri hálfleik, 14:9. Árni Bragi Eyjólfsson átti stórleik fyrir KA og skoraði 14 mörk.


Þórsarar sem eiga enn veika von um að halda sæti sínu í Olísdeildinni biðu ósigur fyrir Selfossi í Íþróttahöllinni á Akureyri, 27:21. Þórsarar voru tveimur mörkum undir gegn Selfossliðinu í hálfleik, 13:11.


Mörk ÍR: Dagur Sverrir Kristjánsson 7, Ólafur Haukur Matthíasson 4, Sveinn Brynjar Agnarsson 3, Hrannar Ingi Jóhannsson 2, Egill Skorri Vigfússon 1, Andri Heimir Friðriksson 1, Halldór Ingi Hlöðversson 1, Bjarni Steinn Þórisson 1, Viktor Sigurðsson 1, Bergþór Róbertsson 1.
Mörk KA: Árni Bragi Eyjólfsson 14, Áki Egilsnes 4, Patrekur Stefánsson 4, Einar Birgir Stefánsson 3, Arnór Ísak Haddsson 2, Sigþór Gunnar Jónsson 2, Ólafur Gústafsson 2, Allan Norðberg 1.


Staðan í Olísdeild karla.


Mörk Þórs: Ihor Kopyshynskyi 6, Þórður Tandri Ágústsson 5, Aron Hólm Kristjánsson 4, Karolis Stropus 3, Arnór Þorri Þorsteinsson 1, Arnþór Gylfi Finnsson 1, Gísli Jörgen Gíslason 1.
Varin skot: Jovan Kukobat 6, 25% – Arnar Þór Fylkisson 5 – 35,7%.
Mörk Selfoss: Einar Sverrisson 7, Ragnar Jóhannsson 6, Guðjón Baldur Ómarsson 4, Nökkvi Dan Elliðason 4, Atli Ævar Ingólfsson 4, Hergeir Grímsson 1/1, Tryggvi Þórsson 1.
Varin skot: Vilius Rasimas 13, 39,4% – Alexander Hrafnkelsson 0.


Öll tölfræði leiksins hjá HBStatz.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -