Arnór heldur áfram þjálfun U20 ára landsliðsins

Arnór Atlason fer yfir málin með piltunum í U19 ára liði Danmerkur á EM fyrir ári. Mynd/EHF Kolektiffimages

Arnór Atlason hefur framlengt samning sinn um þjálfun danska U20 ára landsliðs karla um eitt ár eða fram yfir heimsmeistaramót U21 árs landsliða sem fram fer eftir ár. Þetta kemur fram í tilkynningu danska handknattleikssambandsins.


Arnór er væntanlega þegar mættur til Porto í Portúgal þar sem danska U20 ára landsliðið mætir færeyska landsliðinu í fyrstu umferð Evrópumótsins á morgun.


Arnór sem er einn af silfurdrengjum íslenska landsliðsins í handknattleik frá Ólympíuleikunum í Beijing 2008, er aðstoðarþjálfari Aalborg Håndbold og hefur verið síðan hann hætti að leika handknattleik með liðinu sumarið 2018.Arnór tók við þjálfun þessa árgangs sem nú skipar U20 ára landslið Danmerkur fyrir þremur árum. Ríkir mikil ánægja með starf Arnórs með liðið. Undir stjórn hans hafnaði danska landsliðið í fimmta sæti á EM19 ára landsliða í Króatíu í ágúst í fyrra.


a>
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -