- Auglýsing -

Aron er markahæstur í núverandi EM hóp

Aron Pálmarsson t.v. ásamt Bjarka Má Elíssyni fengu jákvæða niðurstöðu úr hraðprófi í morgun. Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Aron Pálmarsson er sá leikmaður íslenska landsliðsins í dag sem hefur skorað flest mörk í lokakeppni Evrópmótsins. Hann tekur nú þátt í EM í sjöunda sinn og hefur alls skorað 111 mörk í 33 leikjum, jafn mörg mörk og Alexander Petersson skoraði í 34 leikjum í lokakeppni EM.


Guðjón Valur Sigurðsson er lang markahæstur með 288 mörk og reyndar er hann markahæsti leikmaður í sögu lokakeppni EM. Guðjón Valur lék 61 leik í röð með íslenska landsliðinu í lokakeppni EM frá 2000 til og með 2020.
Ólafur Stefánsson er næst á eftir og Snorri Steinn Guðjónsson er þriðji. Aron nálgast hann óðfluga.

Alls hafa 56 leikmenn landsliðsins skorað samtals 1.787 mörk í 63 leikjum í lokakeppni EM. Á sama tíma hafa þeir fengið á sig 1.824 mörk.


Hér er listi yfir 10 markahæstu leikmann íslenska landsliðsins í lokakeppni EM auk fjölda marka á hvern leikmann sem er í EM hópnum í dag.


Guðjón Valur Sigurðsson 288.
Ólafur Stefánsson 184.
Snorri Steinn Guðjónsson 143.
Aron Pálmarsson 111.
Alexander Petersson 111.
Róbert Gunnarsson 106.
Arnór Atlason 89.
Ásgeir Örn Hallgrímsson 63.
Patrekur Jóhannesson 57.
Sigfús Sigurðsson 44.

Ólafur A. Guðmundsson 41.
Bjarki Már Elísson 23.
Janus Daði Smárason 23.
Viggó Kristjánsson 12.
Elvar Örn Jónsson 6.
Ýmir Örn Gíslason 4.
Ómar Ingi Magnússon 3.
Arnar Freyr Arnarsson 1.
Björgvin Páll Gústavsson 1.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -