- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron kemur inn í lið Barcelona fyrir úrslitaleikinn

Xavier Pascual, fyrir miðri mynd, þjálfari Barcelona og leikmenn hans fagna í undanúrslitaleiknum Nantes í gær. Pascual kveðjur Barcelona í sumar eins og Aron Pálmarsson. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson kemur inn í lið Barcelona í dag fyrir úrslitaleikinn við Aalborg Håndbold í Meistaradeild Evrópu í Köln í dag. Hann tók ekki þátt í undanúslitaleik Barcelona og Nantes í gær af óþekktum ástæðum. Aron kemur inn í stað Alex Pascual, sonar þjálfara liðsins.

Leikurinn hefst klukkan 16 í Lanxess-Arena í Köln.

  • Barcelona getur í dag orðið unnið Meistaradeild Evrópu í tíunda sinn, þar af í það þriðja síðan núverandi fyrirkomlag var tekið upp vorið 2010 þar sem undanúrslit og úrslit fara fram fram á tveimur dögum. Barcelona vann Meistaradeildina síðast 2015 en tapaði úrslitleik við Kiel á síðasta ári, 33:28.
  • Aron hefur tvisvar verið í sigurliði Meistaradeildarinnar, 2010 og 2014, með THW Kiel. Tvisvar hefur hann tapað í úrslitaleik, 2014 með Kiel og tveimur árum síðar með Veszprém fyrir Kielce eftir vítakeppni.
  • Aron tekur í dag þátt í úrslitahelgi Meistaradeildar í tíunda sinn sem er met. Næstur á eftir honum er Momir Ilic sem var átta sinnum þátttakandi í úrslitahelgi Meistaradeildar með Kiel og Veszprém. Af 12 úrslitahelgum var Aron ekki þátttakandi 2011 og 2018.
  • Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari danska liðsins Aalborg sem leikur nú í fyrsta sinn til úrslita í Meistaradeild Evrópu. Arnór hefur einu sinni áður tekur þátt í úrslitahelginni, árið 2012 sem leikmaður AG Köbenhavn. Danska liðið hafnaði þá í þriðja sæti eftir sigur á Füchse Berlin í leiknum um bronsið.
  • Aalborg Håndbold er fyrsta danska félagsliðið í 45 ár til þess að leika til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða síðan Fredericia KFUM lék við Borac Banja Luka frá Bosníu (áður Júgóslavíu) árið 1976. Borac Banja Luka vann úrslitaleikinn, 17:15.
  • Eftirtaldir Íslendingar hafa verið í sigurliði Meistaradeildar Evrópu sem leikmenn eða þjálfari:
  • Alfreð Gíslason var þjálfari SC Magdeburg sem vann Meistaradeildin 2002 og stýrði Kiel til sigurs í keppninni 2010 og 2012.
  • Ólafur Stefánsson var í sigurliði SC Magdeburg 2002 og Ciudad Real 2006, 2008, 2009.
  • Aron Pálmarsson var í sigurliði Kiel 2010 og 2012.
  • Ólafur Gústafsson var í sigurliði Flensburg 2014.
  • Guðjón Valur Sigurðsson var í sigurliði Barcelona 2015.
  • Árið 1980 lék Valur til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða en tapaði fyrir Grosswallstadt. Þar til í dag er skemmra síðan íslenskt félagslið en danskt lék til úrslita í Evrópukeppni meistaraliða.
Stefan Madsen þjálfari Aalborg stýrir sínu liði í undanúrslitleiknum við PSG í gær. Lengst til hægri fylgist Arnór Atlason einbeittur með. Mynd/EPA

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -