- Auglýsing -
- Auglýsing -

Aron lék við hvern sinn fingur í tíunda sigurleiknum

Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru ósigrandi. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Aron Pálmarsson skoraði sex mörk og átti þrjár stoðsendingar fyrir Barcelona í kvöld þegar liðið lagði ungverska meistaraliðið Veszprém í B-riðli Meistaradeildar karla í handknattleik í Barcelona. Þetta var tíundi sigur Barcelona í Meistaradeildinni, tímabilið 2020/2021. Spænska stórliðið er það eina sem ekki hefur tapað leik í keppninni í vetur.


Sigvaldi Björn Guðjónsson og félagar í pólska meistaraliðinu Vive Kielce lögðu Porto á heimavelli í kvöldí A-riðli, 32:30, og deila efsta sæti riðilsins með Flensburg þegar bæði lið hafa lokið níu leikjum.


A-riðill:
Vive Kilce – Porto 32:30 (19:14)
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvö mörk fyrir Kielce.

Staðan:
Vive Kielce 15(9), Flensburg 15(9), Meshkov Brest 9(10), PSG 8(7), Porto 8(10), Szeged 4(7), Elverum 4(8), Vardar 3(6).

B-riðill:
Celje – Zagreb 29:28 (14:12)
Barcelona – Veszprém 37:30 (15:15)
Aron Pálmarsson skoraði sex mörk fyrir Barcelona og átti auk þess þrjár stoðsendingar.

Staðan:
Barcelona 20(10), Veszprém 13(10), Motor Zaporozhye 12(10), Alaborg 10(9), Kiel 9(9), Celje 6(10), Nantes 4(8), Zagreb 0(8).

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -