- Auglýsing -

Átta kostir frá sjö löndum bíða ÍBV í Evrópbikarnum

Mynd/Þóra Sif Kristinsdóttir

Sænska úrvalsdeildarliðið Kristianstad, sem Andrea Jacobsen leikur með, er eitt þeirra átta liða sem ÍBV getur dregist á móti í 16-liða úrslitum Evrópubikarkeppninnar í handknattleik kvenna. Dregið verður í fyrramálið. Ekkert grískt lið er eftir svo ekki þurfa Eyjamenn að velta þeim möguleika fyrir sér á næstunni. ÍBV verður í öðrum styrkleikaflokki í drættinum.


Tvö spænsk lið eru eftir í fyrsta styrkleikaflokki, þar á meðal BM Elche, sem sló út KA/Þór um helgina auk liðs frá Costa del Sol Málaga. Einnig er í efri styrkleikaflokki hollenskt lið sem vann svissneska meistaraliðið LK Zug sem Harpa Rut Jónsdóttir leikur með auk liða frá Ítalíu, Tyrklandi, Tékklandi og Serbíu.

Flokkur 1:
Sokol Pisek (Tékklandi).
Costa del Sol Málaga (Spáni).
Visitelche.com Bm Elche (Spáni).
SSV Brixen Südtirol (Ítalíu).
Cabooter HandbaL Venlo (Hollandi).
ZRK Naisa Nis (Serbíu).
Kristianstad Handboll (Svíþjóð).
Izmir BSB SK (Tyrklandi).

Flokkur 2:
ÍBV.
Rocasa Gran Canaria (Spáni).
H71 (Færeyjum).
Maccabi Arazim Ramat gan (Ísrael).
Juro UniRek VZV (Hollandi).
ZRK Bekament Bukovicka Banja (Serbíu).
HC DAC Dunajska Streda (Slóvakíu).
HC Galychanka Lviv (Úkraínu).

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -