Ívar Benediktsson

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Tíu vináttuleikir í Evrópu – andstæðingar Íslands unnu og töpuðu

Tíu vináttuleikir í handknattleik karla fóru fram víðsvegar um Evrópu í kvöld. Leikirnir eru liður í undirbúningi landsliðanna fyrir Evrópu-, Afríku- og Asíukeppni landsliða sem eru á næstu grösum. M.a. voru tveir andstæðingar íslenska landsliðsins á EM í kappleikjum...

Þórir varð annar í vali á þjálfara ársins

Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs í handknattleik kvenna hafnaði í öðru sæti í kjöri á þjálfara ársins hjá Samtökum íþróttafréttamanna. Kjörið fór fram samhliða kjöri á íþróttaliði ársins og á Íþróttamanni ársins. Annar handknattleiksþjálfari, Guðmundur Þórður Guðmundsson fyrrverandi landsliðsþjálfari og...

Gísli Þorgeir er Íþróttamaður ársins 2023

Gísli Þorgeir Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik og leikmaður Evrópumeistara SC Magdeburg, var í kvöld kjörinn Íþróttamaður ársins 2023. Kjörinu var lýst í hófi Samtaka íþróttafréttamanna og Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands á Hótel Hilton Reykjavík Nordica. Gísli Þorgeir hlaut glæsilega kosningu,...

Alfreð fagnaði sigri í fyrri leiknum við Portúgal

Þýska landsliðið, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, vann portúgalska landsliðið í fyrri vináttuleik liðanna í Flens-Arena í Flensburg í dag, 34:33, eftir að hafa verið fjórum mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 18:14. Þýska liðið var yfir frá upphafi til...
- Auglýsing-

Þetta verður geggjuð upplifun

„Ég er gríðarlega spenntur. Þetta verður geggjuð upplifun,“ sagði Einar Þorsteinn Ólafsson landsliðsmaður í handknattleik í morgun í samtali við handbolta.is eftir að ljóst varð að piltur verður í landsliðinu í handknattleik sem tekur þátt í Evrópumótinu í Þýskalandi...

Elvar Örn er hundrað prósent klár í EM-slaginn

„Vangavelturnar hjá mér áður en ég valdi 18 manna hópinn fyrir EM snerust um það hvort ég vildi vera með meiri breidd hægra megin og taka Donna með eða ekki. Hann hefur aðra kosti en hinir tveir í...

Andri Már og Þorsteinn verða eftir heima – EM-hópurinn tilkynntur

Snorri Steinn Guðjónsson hefur ákveðið hvaða 18 leikmenn hann teflir fram á Evrópumótinu í handknattleik karla í Þýskalandi sem hefst 10. janúar. Andri Már Rúnarsson, Leipzig og Þorsteinn Leó Gunnarsson, Aftureldingu, verða eftir heima af þeim 20 leikmönnum sem...

Hversu langt er Ísland frá sæti í forkeppni ÓL?

Íslenska karlalandsliðið stefnir á að komast í forkeppni Ólympíuleikanna sem fram fer 14. - 17. mars í þremur fjögurra liða riðlum. Víst er að þrjú evrópsk landslið verða í tveimur riðlanna. Tvö efstu lið hvers riðils tryggja sér farseðilinn...
- Auglýsing-

Molakaffi: Andrea, Erlingur, Axel, meiddir Norðmenn, Aron

Ekkert varð af því að Andrea Jacobsen og liðsfélagar hennar í Silkeborg-Voel sæktu Ajax København heim í fyrstu umferð nýs árs í dönsku úrvalsdeildinni í gær eins og til stóð. Leiknum, sem fram átti að fara í Kaupmannahöfn, var...

Hættið að kalla okkur kúreka!

Króatíska handknattleikssambandið hefur óskað eftir því að fjölmiðlar í landinu hætti að kalla landsliðið gælunafninu kúrekar eða Cowboys upp á ensku. Sambandið sendi frá sér tilkynningu fyrir hönd leikmanna, þjálfara og annarra starfsmanna þar sem fjölmiðlar eru lengstra orða...

Um höfund

Ívar Benediktsson kom í heiminn árið 1965. Hann hefur unnið við blaðamennsku frá 1994 en hóf að skrifa í blöð upp úr 1980. Íþróttafréttamaður á Morgunblaðinu og mbl.is frá 1995 til 2019. Stofnaði handbolti.is árið 2020. Félagi í Blaðamannafélagi Íslands númer 164 og í Samtökum íþróttafréttamanna frá 1995. ivar@handbolti.is
12400 POSTS
0 COMMENTS
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -