Ívar Benediktsson

Fljúgandi start hjá Aðalsteini

Aðalsteinn Eyjólfsson fékk fljúgandi start í fyrsta leik Kadetten Schaffhausen undir hans stjórn í svissnesku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Kadetten vann GC Amicitia Zürich, 27:18, á heimavelli. Aðeins munaði einu marki á liðunum í hálfleik,...

Sveinn hafði betur gegn Elvari

Sveinn Jóhannsson og félagar í SönderjyskE unnu stóran sigur á Elvari Erni Jónssyni og samherjum í Skjern, 33:23, í fyrstu umferð dönsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki í gærkvöldi. SönderjyskE hafð tögl og hagldir í leiknum frá upphafi til...

Hlakkar til að byrja á ný

„Ég er full eftirvæntingar yfir komast í alvöruna á nýjan leik, ekki síst vegna þess að ég náði aðeins einu leik í mars áður en keppni var hætt vegna kórónunnar. Ég hef nánast ekkert leikið handbolta síðan...

Óvíst með lokakeppni EM

Fullkomin óvissa ríkir hvort lokakeppni EM 18 og 20 ára landsliða karla fari fram í janúar en landslið Íslands í þessum aldursflokkum hafa fyrir nokkru tryggt sér þátttökurétt. Til stóð á mótin færu fram...

Bræðurnir í Garðabæ

Bræðurnir Björgvin og Einar Hólmgeirssynir gengu í gær til liðs við Stjörnuna. Þeir kannast vel við sig í búningi Stjörnunnar enda báðir leikið með félaginu. Einar ætlar þó ekki að draga fram keppnisskóna heldur vera aðstoðarþjálfari hjá...

Iljarfellsbólga hrjáir Stefán

Stefán Rafn Sigurmannsson hefur ekki jafnað sig fullkomlega af erfiðum meiðslum sem hafa plagað hann síðustu mánuði. Þar af leiðandi gat hann ekki tekið þátt í upphafsleik Pick Szeged í ungversku deildarkeppninni í handknattleik sem hófst í...

Hvenær keppa þau yngstu?

Handknattleikssamband Íslands hefur gengið frá mótaúthlutun til félaganna vegna Íslandsmóts yngri aldurflokka, þ.e. frá fimmta og niður í áttunda flokk karla og kvenna leiktíðina 2020 til 2021. Öðrum hvorum megin við helgina liggur fyrir hvernig úthlutun móta...

Handboltavefur fer í loftið

Nýr íslenskur vefur sem eingöngu fjallar um handknattleik er staðreynd. Handbolti.is hefur göngu sína í dag í undir verndarvæng  Snasabrúnar ehf., félags í eigu Ívars Benediktssonar, blaðamanns, og Kristínar B. Reynisdóttur, sjúkraþjálfara. Eftir snarpan undirbúning síðustu vikur...

Nýtt lið og breytingar

Liðin í Grill 66-deild kvenna hafa sótt sér liðsstyrk fyrir átök tímabilsins eins og önnur.  Nýtt lið hefur einnig orðið til í deildinni þegar Fylkir og Fjölnir sneru bökum saman á sumarmánuðum um rekstur liðs í meistaraflokki kvenna. Hér...

Mótum frestað

Handknattleiksráð Reykjavíkur, HKRR, hefur ákveðið í samráði við Handknattleikssamband Ísland að fresta Reykjavíkurmótum yngri flokka um ótilgreindan tíma. Vonir standa yfir að hægt verði að halda mótin í kringum jól eða eftir áramót.

Um höfund

1564 POSTS
0 COMMENTS
- Advertisement -