- Auglýsing -
- Auglýsing -

Axel verður með lið sitt í hörkuriðli

Leikmenn Vipers Kristiansand fagna sigri í Meistaradeild Evrópu fyrir ári. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Axel Stefánsson og liðsmenn hans í norska liðinu Storhamar Håndball Elite drógust m.a. í riðli með ungverska stórliðinu í Györ í B-riðil Meistaradeildar kvenna í handknattleik þegar dregið var í riðla í morgun. Storhamar, sem hafnaði í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar í vetur og fékk boðskort í Meistaradeildina, tekur þátt í keppninni í fyrsta sinn í sögu sinni. Axel er annar af tveimur þjálfurum Storhamar og verður eini Íslendingurinn sem kemur nærri leikjum Meistaradeildar kvenna á næstu leiktíð.


Einnig er franska meistaraliðið Metz með Storhamar í riðli, Esbjerg frá Danmörku og Buducnost frá Svartfjallalandi svo dæmi sé tekið.


Vipers Kristiansand, sem unnið hefur Meistaradeildina tvö ár í röð, er m.a. í riðli með danska meistaraliðinu Odense og Krim, meistaraliði Slóveníu og tékkneska meistaraliðinu DHL Banik Most sem tekur þátt í keppninni í fyrsta sinn.


A-riðill:
Odense Håndbold.
Vipers Kristiansand.
Krim Mercator Ljubljana.
SG BBM Bietigheim.
Brest Bretagne Handball.
FTC-Rail Cargo Hungaria.
DHK Banik Most.
CSM Bucaresti.


B-riðill:
Györ Audi Eto KC.
Metz handball.
CS Rapid Bucaresti.
WHC Buducnost Bemax.
Storhamar Håndball Elite.
Team Esbjerg.
Kastamonu Belediye GSK.
HC Lokomotiv Zagreb.


Flautað verður til leiks í Meistaradeild kvenna í handknattleik laugardaginn 10. september.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -