Berglind verður áfram með Haukum

Berglind Benediktsdóttir verður áfram með Haukum næstu tvö ár. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Berglind Benediktsdóttir hefur framlengt samning sinn við handkattleiksdeild Hauka til næstu tveggja ára. Berglind sem er 23 ára kom til Hauka frá Fram fyrir þremur árum. Hún er einn af lyklmönnum meistaraflokks kvenna.


Berglind getur leyst allar stöður fyrir utan sem og línumannsstöðuna til viðbótar við að hún er góður varnarmaður.„Það er mikið gleðiefni að Berglind hafi framlengt samning sinn við félagið og er ekki neinn vafi um að Berglind eigi eftir að láta enn meira að sér kveða á komandi tímabili,“ segir m.a. í tilkynningu handknattleiksdeildar Hauka.


- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -