- Auglýsing -

Berserkir reyndust Selfyssingum ekki fyrirstaða

Mynd/Hafliði Breiðfjörð

Ungmennalið Selfoss heldur sínu striki á sigurbraut í Grill66-deild karla í handknattleik en í kvöld vann liðið sinn þriðja leik á innan við viku er það kjöldró Berserki í Set-höllinni á Selfossi með 17 marka mun, 42:25. Tólf marka munur var að loknum fyrri hálfleik, 22:10.


Selfossliðið er þar með komið upp að hlið Þórs með 18 stig en hefur reyndar leikið tveimur leikjum meira. Liðin eru í fjórða til fimmta sæti deildarinnar. Viðureign Þórs við Fjölni sem fram átti að fara í kvöld var frestað.


Eins og tölurnar gefa til kynna þá var mikill munur á liðunum í Set-höllinni í kvöld. Berserkir áttu á brattann að sækja strax frá upphafi. Liðið vermir neðsta sæti deildarinnar með tvö stig eftir 15 leiki.


Mörk Selfoss: Gunnar Flosi Grétarsson 8, Sigurður Snær Sigurjónsson 8, Sölvi Svavarsson 6, Tryggvi Sigurberg Traustason 6, Elvar Elí Hallgrímsson 4, Hans Jörgen Ólafsson 4, Alexander Hrafnkelsson 2, Einar Ágúst Ingvarsson 2, Árni Ísleifsson 2.
Mörk Berserkja: Þorri Starrason 8, Bjartur Heiðarsson 6, Marinó Gauti Gunnlaugsson 3, Ari Freyr Jónsson 2, Elvar Magnússon 2, Magnús Hallsson 1, Sigurður Páll Matthíasson 1, Bjarki Reyr Tryggvason 1, Arnar Már Ásmundsson 1.

Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla má sjá hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -