- Auglýsing -
- Auglýsing -

Berserkir stóðust ÍR-ingum ekki snúning

Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson
- Auglýsing -

ÍR-ingar komust aftur í efsta sæti Grill66-deildar karla í handknattleik með stórsigri á Berserkjum, 36:22, í upphafsleik næst síðustu umferðar í Austurbergi í kvöld. ÍR-liðið lét neðsta lið deildarinnar ekki vefjast fyrir sér að þessu sinni enda er hvert stig dýrmætt í kapphlaupinu um efsta sæti deildarinnar og þar með sæti í Olísdeildinni á næsta keppnistímabili. Fimm marka munur var í Austurbergi í kvöld þegar viðureignin var hálfnuð, 16:11, heimaliðinu í dag.


ÍR hefur þar með 31 stig eftir 19 leiki. Hörður er næstur á eftir með 30 stig en á leik til góða. Fjölnir er í þriðja sæti með 28 stig eftir 18 leiki og Þór hefur 27 stig en á þrjá leiki eftir.


Hörður fær Fjölni í heimsókn til Ísafjarðar á sunnudaginn. Þórsarar leika tvo leiki um helgina. Þeir mæta ungmennaliði Hauka á morgun og ungmennaliði Vals á sunnudag. Báðar viðureignir fara fram á höfuðborgarsvæðinu.


Markahæsti leikmaður Grill66-deildar karla, Dagur Sverrir Kristjánsson, hélt sínu striki í kvöld og var markahæstur ÍR-inga með 10 mörk.


Mörk ÍR: Dagur Sverrir Kristjánsson 10, Viktor Sigurðsson 8, Gabríel Freyr Kristinsson 5, Ólafur Atli Malmquist 3, Eyþór Waage 2, Ingólfur Arnar Þorgeirsson 2, Bjarki Steinn Þórisson 1, Andri Heimir Friðriksson 1, Hrannar Ingi Jóhannsson 1, Bergþór Róbertsson 1, Tómas Starrason 1, Egill Már Hjartarson 1.

Mörk Berserkja: Bjartur Heiðarsson 4, Marinó Gauti Gunnlaugsson 4, Sigurður Páll Matthíasson 4, Víðir Ramdani 3, Þorri Starrason 3, Hinrik Wöhler 2, Hlynur Óttarsson 1, Magnús Hallsson 1.


Stöðu og næstu leiki í Grill66-deild karla er að finna hér.

- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -