Birna Berg með ÍBV í kvöld

Harpa Valey Gylfadóttir og Birna Berg Haraldsdóttir leikmenn ÍBV hressar í bragði. Mynd/Egill Bjarni Friðjónsson

Birna Berg Haraldsdóttir landsliðskona í handknattleik er í leikmannahópi ÍBV í dag í annarri viðureign Eyjaliðsins við deildarmeistara KA/Þórs í undanúrslitum Olísdeildar kvenna. Liðin hefja leik í Vestmannaeyjum klukkan 18.

Birna hefur ekki tekið þátt í leikjum í úrslitakeppninni, en þrír leikir eru að baki. Hún tognaði á ökkla skömmu fyrir fyrsta leikinn við Stjörnuna fyrir um hálfum mánuði. Óvíst er hversu mikið Birna tekur þátt í leiknum en það er þó jákvætt fyrir að hana og ÍBV-liðið að hún treysti sér til þess að vera til taks í dag.

ÍBV vann fyrst leikinn við KA/Þór og tryggir sér með sigri í kvöld sæti í úrslitum. Vinni KA/Þór kemur til oddaleiks á laugardaginn í KA-heimilinu.

- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -