- Auglýsing -

Bjarki Már dreif Lemgo áfram

Kristján Örn Kristjánsson, Donni, í leik með PAUC gegn Sävehof í Svíþjóð í síðustu viku. Mynd/ Guðmundur Svansson Sportspressphoto

Bjarki Már Elísson var einu sinni sem oftar markahæstur hjá Lemgo í kvöld þegar liðið vann Medvedi frá Rússlandi, 30:27, í fimmtu umferð riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik. Leikið var í Lemgo. Bjarki Már skoraði sjö mörk í níu skotum. Lemgo er efst í B-riðli með 8 stig að loknum fimm leikjum.

Mætti komandi samherjum

GOG, lið Viktors Gísla Hallgrímssonar, gerði jafntefli við Nantes á heimavelli, 29:29. Liðin eiga einnig sæti í B-riðlinum. Viktor Gísli stóð hluta leiksins í marki GOG og varði 3 skot, 25%, gegn sínum næstu samherjum. Viktor Gísli flytur sig yfir til Nantes á næsta sumri.

Loksins sigur

Eftir tvö jafntefli og tvo tapleiki í keppninni þá vann Kadetten Schaffhausen, sem Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar, liðsmenn AEK Aþenu á heimavelli sínum í Schaffhausen í Sviss í kvöld, 30:26, í D-riðli. Með sigrinum komst Kadetten upp af botninum.

Kristján Örn Kristjánsson ógnar vörn Sävehof í leiknum í kvöld. Mynd/ Guðmundur Svansson, Sportspressphoto

Gengur ekki sem best

Sem fyrr þá gengur hvorki né rekur hjá Kristjáni Erni Kristjánssyni, Donna, og samherjum hans í franska liðinu PAUC þegar kemur að Evrópudeildinni. PAUC tapaði í kvöld fyrir Sävehof með tveggja mark mun í Partille, 33:31. Donni stóð fyrir sínu að vanda og skoraði sjö mörk og var markahæstur í sínu liði. PAUC rekur lestina í C-riðli.

Ómar Ingi markæstur

Ómar Ingi Magnússon og Daninn Michael Damgaard voru markahæstir hjá SC Magdeburg þegar liðið vann spænska liðið La Rioja með tveggja marka mun í Magdeburg í C-riðli, 33:31. Þeir skoruðu sjö mörk hvor. Gísli Þorgeir Kristjánsson var ekki í leikmannhópi Magdeburg að þessu sinni. Magdeburg er í öðru sæti C-riðli með sjö stig, er stigi á eftir Nexe frá Króatíu og á auk þess einn leik til góða.

Úrslit kvöldsins og staðan í riðlunum


A-riðill:

Füchse Berlin – Pfadi Winterthur 35:29.
Toulouse – Presov 34:20.
Wisla Plock – Bidasoa Irun, frestað.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

B-riðill:
GOG – Nantes 29:29.
Lemgo – Medvedi 30:27.
Benfica – Cocks 37:23.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

C-riðill:
Sävehof – PAUC 33:31.
Nexe – Gorenje Velnje 31:23.
Magdeburg – La Rioja 33:31.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore

D-riðill:
Kadetten – AEK Aþena 30:26.
Nimes – Tatabánya 24:22.
Sporting – Eurofarm Pelister 27:27.
Staðan:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -