- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már fór á kostum – smit setja strik í reikninginn

Bjarki Már Elísson leikmaður Lemgo og íslenska landsliðsins. Mynd/EPA
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson fór á kostum og var markahæsti leikmaður vallarins þegar nýliðar HSV Hamburg herjuðu út jafntefli gegn Bjarka og félögum í Lemgo, 28:28, í Hamborg í þýsku 1. deildinni í handknattleik í kvöld. Bjarki Már skoraði átta mörk í níu skotum, þar af skoraði hann tvisvar sinnum úr vítakasti.


Leikurinn var hnífjafn og æsilega spennandi frá upphafi til enda og m.a. var jafnt, 14:14, að loknum fyrri hálfleik. Danski hornamaðurinn Casper Mortensen jafnaði metin í leiknum þegar 26 sekúndur voru eftir af leiktímanum.

Frestað hjá Teiti Erni

Smit er í herbúðum Flensburg, sem Teitur Örn Einarsson leikur með, og var viðureign liðsins við Hannover-Burgdorf frestað af þeim sökum. Danski handknattleiksmaðurinn Simon Hald greindist með kórónuveiruna í gær. Hann er fullbólusettur og mun ekki finna til mikilla einkenna.

Smit hjá Magdeburg

Fjórir leikir verða á dagskrá þýsku 1. deildarinnar í handknattleik á morgun. Einum hefur þegar verið frestað, viðureign SC Magdeburg og Nettelstedt. Veiran mun hafa knúið dyra í herbúðum Magdeburg eftir því sem fram kom í tilkynningu félagsins í dag. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson eru leikmenn Magdeburg sem er í efsta sæti deildarinnar með 22 stig eftir 11 leiki.

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -