- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki Már skoraði 12 og er orðinn markahæstur

Bjarki Már Elísson leikmaður Veszprém og íslenska landsliðsins. Mynd/Hafliði Breiðfjörð
- Auglýsing -

Bjarki Már Elísson er orðinn markahæsti leikmaður þýsku 1. deildarinnar í handknattleik með 156 mörk. Hann átti enn einn stórleikinn í dag þegar Lemgo vann Wetzlar með tveggja marka mun, 29:27, á heimavelli. Bjarki Már skoraði 12 mörk, þar af aðeins eitt úr vítakasti. Hann hefur þar með skorað sex mörkum meira en Svíinn Niclas Ekberg hjá THW Kiel, Hans Lindberg, Füchse Berlin og Ómar Ingi Magnússon.


Ómar Ingi skoraði átta mörk, þar af sjö úr vítaköstum, auk fjögurra stoðsendinga þegar SC Magdeburg vann Stuttgart, 30:27, í Stuttgart í dag í þýsku 1. deildinni í handknattleik. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm mörk og átti tvær stoðsendingar fyrir Magdeburgliðið sem áfram er efst í deildinni með 44 stig eftir 23 leiki.


Viggó Kristjánsson skoraði fimm mörk og átti þrjár stoðsendingar fyrir Stuttgartliðið sem náð lengst af að velgja toppliðinu hressilega undir uggum. Andri Már Rúnarsson skoraði ekki að þessu sinni fyrir Stuttgartliðið.


Teitur Örn Einarsson skoraði ekki en átti eina stoðsendingu fyrir Flensburg sem vann stórsigur á Balingen-Weilstetten á heimavelli, 36:21. Daníel Þór Ingason skoraði eitt mark og átti eina stoðsendingu fyrir Balingenliðið. Oddur Gretarsson er ennþá frá keppni. Balingen rekur lestina í deildinni en Flensburg situr í þriðja sæti með jafnmörg stig og Füchse Berlin sem vann Kiel í Kiel í dag, 31:27.


Ýmir Örn Gíslason skoraði eitt mark þegar Rhein-Neckar Löwen vann Melsungen, 29:26, á heimavelli. Alexander Petersson, leikmaður Melsungen skoraði eitt mark í kveðjuleik sínum á gamla heimavellinum, SAP-Arena.

Alexander lék í níu ár með Rhein-Neckar Löwen í SAP-Arena og var allan tímann í hópi traustustu leikmanna liðsins.


Elvar Örn Jónsson skoraði þrjú mörk fyrir Melsungen og Arnar Freyr Arnarsson eitt.


Staðan í þýsku 1. deildinni:

Standings provided by SofaScore LiveScore
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -