- Auglýsing -
- Auglýsing -

Bjarki skoraði, Arnór ekki með og áhorfendur

Bjarki Már Elísson verður ekki með landsliðinu í leiknum við Litháa. Mynd/EPA
- Auglýsing -
  • Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður, var markahæstur hjá Lemgo með sex mörk þegar liðið vann 2. deildarlið Hamm-Westfalen, 31:22, í æfingaleik í gærkvöld á útivelli. Lemgo var fimm mörkum yfir að loknum fyrri hálfleik, 15:10. Liðið skoraði fjögur fyrstu mörk síðari hálfleiks. 
  • Arnór Þór Gunnarsson lék ekki með Bergischer HC þegar liðið tapaði fyrir Wetzlar, 22:21, í æfingaleik sem einnig var leikinn í gær. Ragnar Jóhannesson lék með Bergischer en skoraði ekki. Arnór Þór sagði við handbolta.is að hann hafi sleppt leiknum vegna lítilsháttar eymsla. Arnór Þór reiknar með að taka þátt í tveimur næstu æfingaleikjum Bergsicher sem til stendur að fari fram í kringum helgina. 
  • Mismunandi er hversu margir áhorfendur mega mæta á leikina í 1. og 2. deild karla í þýska handboltanum þegar keppni hefst um mánaðarmótin. Reglur eru breytilegar eftir sambandsríkjum Þýskalands. Einhver félög reikna með að engum áhorfendum verði leyft að mæta en annarstaðar ríkir meiri bjartsýni. Leipzig getur selt allt að 2.100 áhorfendum aðgang að fyrsta heimaleik. Stjórnendur Magdeburg vonast til að allt að 2.500 áhorfendur verði á fyrsta heimaleik liðsins, a.m.k. 2.100 eins og hjá Leipzig. 
  • Í fyrstu leikjum Meistaradeildar karla í gærkvöld var afar misjafnt hvort áhorfendum var hleypt inn eða ekki. Engir áhorfendur voru á leik Flensburg og Kielce og nær engir á viðureign Celje og Aalborg í Slóveníu. Hinsvegar voru 4.800 áhorfendur í Nantes þar sem heimamenn áttu í höggi við Veszprém frá Ungveralandi. Í Frakklandi mega 5.000 manns koma saman á íþróttakappleikjum. Í Brest í Hvíta-Rússlandi voru 1.350 áhorfendur en íþróttahöllin í Brest rúmar 3.500 áhorfendur í sæti.
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -
- Auglýsing -