- Auglýsing -

Bjarni Ófeigur fer í kjölfar FH-inga

Bjarni Ófeigur Valdimarsson leikmaður Skövde t.v. Mynd/Aðsend

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og samherjar hans í sænska úrvalsdeildarliðinu IFK Skövde drógust á móti SKA Minsk frá Hvíta-Rússlandi í 16-liða úrslitum í Evrópubikarkeppninni í handknattleik en dregið var í gær. SKA Minsk sló FH út í fyrstu umferð keppninnar í haust og því má segja að Bjarni Ófeigur, sem er fyrrverandi leikmaður FH, eigi fyrir höndum að fara í kjölfar sinna fyrrverandi samherja til Minsk.

Annar Íslendingur, Óskar Ólafsson sem leikur með Drammen, heldur einnig í austurveg. Lið hans Drammen, mætir SKIF Krasnodar.


Rúmenska liðið CSM Focsani sem sló naumlega út Hauka um síðustu helgi leikur við norska liðið Nærbø IL.


Leikir 16-liða úrslita Evrópubikarkeppninnar fara fram aðra og þriðju helgina í febrúar.


IFK Skövde HK (Svíþjóð) – SKA Minsk (Hvíta-Rússlandi).
Drammen HK (Noregi) – SKIF Krasnodar (Rússlandi).
AHC Potaissa Turda (Rúmeníu) – Alingsås HK (Svíþjóð).
Handball Esch (Lúxemborg) – Talent tym Plzenskeho kraje (Tékklandi).
CS Minaur Baia Mare (Rúmeníu) – A.C. PAOK (Grikklandi).
HCB Karvina (Tékklandi) – HSC Suhr Aarau (Sviss).
IFK Skövde HK (Svíþjóð) – SKA Minsk (Hvíta-Rússlandi).
Nærbø IL (Noregi) – CSM Focsani 2007 (Rúmeníu).
SGAU-Saratov (Rússlandi) – HC Victor (Rússlandi).

- Auglýsing -
- Auglýsing -

Nýjustu fréttir

- Auglýsing -